fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Eyjan
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 21:55

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í kvöld greindi Vísir frá því að aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri hafi vísað Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins og öðrum meðlimum flokksins úr skólanum, eftir að Sigmundur Davíð var staðinn að því að krota á varning annarra flokka. 

Nemendafélag VMA stóð í dag fyrir kosningaviðburði á vegum verkefnisins #ÉgKýs og fékk fulltrúa flokkanna í pallborðsumræður í morgun. Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA staðfestir atvikið í samtali við fréttastofu Vísis. 

Sigmundur Davíð og aðrir fulltrúar Miðflokksins hafi síðan mætt aftur í skólann seinni partinn án leyfis. „Og stuttu seinna frétti ég það að aðstoðarskólameistari vísaði þeim út af því að þá var formaður Miðflokksins að teikna á myndir annars framboðs og húfu sem annað framboð hafði gefið,“ segir Sigríður við Vísi.

Á myndum má sjá að búið var að krota „SIMMI D“ á kosningablað Framsóknarflokksins og húfu merkta Flokki Fólksins. Þá hafi verið krotað yfir merki flokkanna tveggja á varningnum. Einnig hafi skegg og augabrúnir verið krotað á andlit Ingibjargar Isaksen og Þórarins Inga Péturssonar frambjóðanda Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. 

Á meðal þeirra sem deildu frétt Vísis er Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Segir hún athæfi Sigmundar Davíðs vonda fyrirmynd og spyr sig hvort hann hafi verið allsgáður við athæfið.

Vísar fréttinni á bug og segir engan starfsmann hafa beðið sig að fara eða yfirhöfuð rætt við starfsmenn

Í færslu sem Sigmundur Davíð birti á Facebook-síðu sinni um 90 mínútum eftir frétt Vísis vísar hann fréttinni alfarið á bug.

„Það er stuð á Akureyri!

Ég leit við í VMA í dag. Kíkti inn á opna svæðið og keypti mér samloku. Um leið og ég var búinn að setja hana í grillið dreif að nemendur sem voru allir hressir og kátir. Hreint stórkostlegar móttökur!

Sumir vildu taka myndir, aðrir ræða stjórnmál og enn aðrir báðu mig, samkvæmt leiðsögn, að skreyta kosningavarning sem þeir komu með til mín,“ segir Sigmundur Davíð sem segist hafa hitt hátt í hundrað hressa nemendur, enda heimsóknir í VMA alltaf skemmtilegar.

„Ég ræddi ekki við kennara og ekki við skólastjórann (og Samfylkingaraktívistann) sem lét hafa ýmislegt eftir sér í frétt á Vísi. Hvorki hún né nokkur annar starfsmaður báðu mig að fara út. En nemendur þurftu að mæta í tíma og ég að borða samlokuna mína.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð