fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Eyjan
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki sjá neitt athugavert við samtals hans og annarra þingmanna sem átti sér stað á Klausturbar í nóvember 2018.

Í viðtali við Þórarinn Hjartarson í hlaðvarpinu Ein pæling ræðir Sigmundur Davíð Klaustursmálið, mál Þórðar Snæs Júlíussonar, Evrópusambandið, slagorð, réttindi og skyldur og margt fleira.

Sigmundur Davíð segir að sér Klausturssamtalið sniðugt eftir að hafa lesið handrit sem skrifað var upp úr upptökunum eftir birtingu þeirra. Segir hann fjölmiðla einnig hafa tekið samtalið úr samhengi.

Um hvað snerist Klausturmálið?

Til upprifjunar um hvað Klausturmálið snerist um þá er um að ræða upptökur sem Bára Halldórsdóttir, gestur á Klausturbar, tók upp þann 20. nóvember 2018, af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þingmennirnir vissu ekki af upptökunum sem Bára sendi áfram til DV, Stundarinnar og Kvennablaðsins undir dulnefninu Marvin.

Þingmennirnir voru auk Sigmundar Davíðs, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þingmenn Flokks fólksins. Upptökurnar ollu mikilli ólgu í íslensku samfélagi og stjórnmálum og þótti samtal þingmannanna einkennast af kvenfyrirlitningu, meðal annars í garð kvenna í röðum þingmanna, í fordóma gegn fötluðum og misferlis í ráðningu sendiherraembætta. Framangreindir fjölmiðlar og aðrir í kjölfarið skrifuðu tugi greina um málið þar sem gerð var ítarleg grein fyrir samtali þingmannanna og viðbrögðum við því.

Neðst í þessari frétt má sjá nokkur fréttir DV frá nóvember 2018 um málið.

Í viðtalinu í Ein pæling hefst umræðan um Klaustursmálið á mínútu 54:45:

 

„Allt sem fólk segir og gerir er af þessu fólki dæmt út frá því hver á í hlut. Ég held það hafi verið skrifaðar fimm þúsund fréttir um það [Klaustursmálið]. Einhvern tímann taldi ég þetta saman, það var einhvers konar hátíð í flokknum, einhvers konar árshátíð akkúrat þegar þetta var í hámæli. Þá var búið að birta á netinu 4500 fréttir. Ég lét taka saman allar fyrirsagnirnar um málið, prenta út fyrirsagnirnar bara á A4 blöðum og límdi þau saman. Svo var renningurinn dreginn út, náði allan salinn og hálfa leið til baka. Ég benti fólkinu á að það myndu líklega ekki allir flokkar, líklega fæstir, lifa af svona tilraun til þess að gera út af við hann og hrósaði fólkinu fyrir það. Því að fréttirnar af þessu voru náttúrulega alveg yfirgengilegar. Þarna var snúið út úr öllu og það sem var sagt í kaldhæðni til að gera grín að afstöðu einhvers annars var orðið að afstöðu þess sem sagði. Allt tekið úr samhengi, þetta var fáránlegt,“ segir Sigmundur Davíð og heldur áfram:

„Sem betur fer er til handritið, handritið að öllu samtalinu, sem ég las. Ætlaði nú ekki að leggja það á mig á sínum tíma. Svo byrjaði ég að lesa þetta. „Þetta er ekki svo galið samtal, þeir eru nú bara sniðugir þarna.“ Þá kom samhengið miklu betur fram, eins og ég var nú brjálaður þegar þetta var gert. Alþingi lét skrifa þetta allt upp, upprunalegu upptökuna, nema það var búið að eiga við hana á sjö stöðum þá þegar, sáu tæknimennirnir þarna. En þeir skrifuðu þetta allt upp. Gefur allt aðra mynd, allt allt allt aðra mynd en sem var dregin upp í fjölmiðlum,“ segir Sigmundur Davíð með áherslu.

Segir tvískinnungshátt í máli Þórðar Snæs

Strax í kjölfarið víkur samtali Sigmundar Davíðs og Þórarins að máli Þórðar Snæs Júlíussonar

„En látum það liggja milli hluta, það er búið að tala um þetta í sex ár og gegnum einar aðrar kosningar,“ segir Sigmundur Davíð og snýr sér næst að umræðu um mál Þórs Snæs og tvískinnungshátt þegar kemur að málum eins og hans máli. „Ég hef ekkert ætlað að setja mig í dómarasæti yfir honum, en kemst þó ekki hjá því að draga það fram að þetta var sjálfskipaður einhvers konar Witch Finder General Íslands sem var stöðugt að leita að galdrakörlum og nornum og syndgurum til þess að brenna á báli,“ segir Sigmundur Davíð og er augljóst að hann á þar við Þórð Snæ, sem tekinn var á teppið í Spursmál af Stefáni Einari Stefánssyni.

Sjá einnig: Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós:„Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

„Og þetta er gegnumgangandi held ég, að þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu. Þeir sem eru raunverulega heiðarlegir og góðir þeir eru ekki mjög gjarnir á að ráðast á þá sem verður eitthvað á. Það eru þeir sem eru með eitthvað sjálfir á bakinu, líður eitthvað illa í sálinni, eru kannski óheiðarlegir á einhvern hátt, ruddalegir. Það eru þeir sem eru alltaf að leita að einhverjum, til að geta sýnt: „Sjáið þið ég er betri en þessi.“ Þá líður þeim betur sjálfum. Og þeim mun verri sem hinir eru þeim mun betra er þetta fólk að eigin mati.“

Sjá einnig: Leyniupptaka: Gunnar Bragi skipaði Árna Þór sendiherra til að draga athygli frá Geir Haarde – „Ég var brjálaður við þig Gunni“

Sjá einnig: Leyniupptaka: Bauð Ólafi að verða þingflokksformaður Miðflokksins – „Ef Gunnar Bragi er til þá erum við on“

Sjá einnig: Kölluðu Ingu Sæland klikkaða kuntu – „Hún getur grenjað um þetta en getur ekki stjórnað“

Sjá einnig: Gunnar Bragi hraunar yfir Oddnýju sem skildi Samfylkinguna eftir með „trúðinn frá Skriðjöklum“

Sjá einnig: Sigmundur Davíð um leyniupptökurnar: „Ekki um annað að ræða en að brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra sem þarna voru staddir“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK