fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur V. Alfreðsson, doktorsnemi í Hagfræði og eigandi Ráðsölunnar ehf., segir Sjálfstæðisflokkinn nú reyna að slá ryki í augun á millistéttarfólki. Flokkurinn tali um skattalækkanir eins og þær eigi að gagnast millistéttinni þegar markmiðið er í raun að aðstoða stóreignafólk. Þetta kemur fram í grein Hauks sem birtist hjá Vísi í dag.

Haukur bendir á að eitt kosningaloforð Sjálfstæðisflokks sé að helminga erfðafjárskatt og fjórfalda frítekjumarkið. „Hér er þó í reynd verið að slá ryki í augun á millistéttarfólki. Gefa þeim smá mylsnu en virkilega aðstoða stóreignafólk.“

Hann bendir á að þegar um millistéttina er að ræða þá sé erfðafé að miklu bundið við fasteign, eða heimili viðkomandi arfleifanda. Þegar fólk er efnað þá sé gjarnan um fjölbreytt eignasafn að ræða. Gjarnan sé þá um að ræða verðbréf sem hafi aukist mikið að verðmætum frá því að þau voru keypt og aldrei greiddur fjármagnstekjuskattur af virðisaukningunni.

„Þannig er erfðafjárskatturinn fyrsta skattlagning þess látna af stórum hluta þessara eigna ef hann var eignamikill og því mun helmingun erfðafjárskattsins veita erfingjum hans meiriháttar skattaafslátt“

Eðlilegra væri að breyta aðeins frítekjumörkunum, ef markmiðið væri í raun að bæta hag meðalmanneskjunnar. En með því að lækka skattprósentuna samhliða þá sé þessi breyting til þess fallin að gagnast stóreignafólki mun meira en öðrum stéttum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”