fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Eyjan
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar og ráðherra, segir að svo virðist sem formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi breytt um stefnu og halli sér til hægri.

Rekur Össur að í kosningastefnu Viðreisnar fyrir komandi alþingiskosningar sé ekkert „me-he“  um ESB. Allir, þar á meðal Þorgerður sjálf, hafa túlkað stefnuna með þeim hætti að þjóðaratkvæði um framhald viðræðna við ESB væri afdráttarlaust skilyrði fyrir þátttöku flokksins í ríkisstjórn.

Þannig skildi líka Guðbrandur Einarsson, efsti maður í Suðurkjördæmi, stefnu Viðreisnar og sagði á opnum fundi í Eyjum að þjóðaratkvæði um framhald viðræðna um aðild Íslands að ESB væri „ófrávíkjanlegt skilyrði“ fyrir þátttöku flokksins í ríkisstjórn,“ 

segir Össur, sem segir að nú nokkrum dögum seinna virðist sem stefnan sé önnur. Segir hann Þorgerði ekki hafa treyst sér til að taka undir stefnu eigins flokks í viðtali við Stefán Einar Stefánsson þriðjudaginn 19. nóvember í Spursmál.

Hún smó undan sem fugl á flugi og lét sér nægja að segja að þjóðaratkvæðið yrði  „kannski“ skilyrði! Það er algert fráhvarf frá stefnu Viðreisnar. Rökfræðin í þessum flóttaleik er vitaskuld sú að greinilegt er að þjóðaratkvæði er ekki lengur skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn, þaðan af síður „ófrávíkjanlegt“.“ 

Össur spyr hvað hafi breyst og segir Þorgerði hafa gengið til kosninga einbeitt í að verða partur af mið-vinstri stjórn. Þetta kom glöggt fram í Grjótkasti Björns Inga á dögunum þar sem Þorgerður sló tvennt í gadda svo undir glumdi. Hún sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri hvorki stjórntækur í borginni eins og sakir standa né á landsvísu. Því næst kvaðsti hún afdráttarlaust vilja „mynda stjórn út frá miðjunni.

Össur telur að aukið fylgi Viðreisnar, ekki síst píratakjarninn sem kom með Jóni Gnarr, hefur hins vegar leitt til þess að Þorgerður eygir nú forsætisráðherrastól í hugsanlegri ríkistjórn Viðreisnar með tveimur smærri flokkum, Miðflokki og Sjálfstæðisflokki, segir Össur sem segir að haldi flokkurinn núverandi fylgi sé það einfaldlega opin ávísun á nýja hægri stjórn undir forystu Þorgerðar Katrínar.

Þorgerður Katrín hefur sjálf skilgreint sig nýlega sem frjálslynda hægri manneskju (í morgunkaffinu með hinum geðþekka Sindra Sindrasyni). Í pólitísku tilliti ætti hún því varla erfitt með að sitja við borðsendann á nýrri hægri stjórn. Bjarni Ben heldur þá áfram að selja bankana og Klausturgengið mannar þriðjung ríkisstjórnar.

Í þessum draumi þvælist ESB fyrir og því farsælt fyrir formanninn að skrúfa það sem allra fyrst niður í „kannski, kannski“. Það er altént greið flóttaleið frá hinu „ófrávikjanlega skilyrði“ í stefnu flokksins.

Á vef Viðreisnar má lesa eftirfarandi um stefnu flokksins í utanríkismálum:

Ísland á að vera virkt í alþjóðlegu samstarfi sem málsvari mannréttinda, jafnréttis og frjálsra og réttlátra viðskipta og standa þannig vörð um lýðræði og frið á heimsvísu. Með þeim hætti eflum við menningu og hag Íslands sem og þeirra þjóða er styðja hliðstætt gildismat. Ísland á heima í samfélagi Evrópuþjóða enda hagsmunum landsins best borgið í fjölþættu samstarfi evrópskra lýðræðisríkja.

  • Ljúkum aðildarviðræðum við Evrópusambandið 

  • Tökum virkari þátt í vestrænu samstarfi 

  • Sterk rödd í málefnum norðurslóða 

  • Innleiðum femíníska utanríkisstefnu

Eftir nánari útlistun um viðræður við Evrópusambandið segir síðan: 

Á þeim forsendum leggur Viðreisn höfuðáherslu á að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið að undangengnu samþykki þjóðarinnar í almennri atkvæðagreiðslu. Það þýðir að haldin verði fyrst þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna og síðar um samningsdrög, þegar þau liggja fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK