fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Eyjan
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 0,5 prósentustig, meginvextir bankans á sjö daga bundnum innlánum fara því niður úr 9% í 8,5%. Margir hafa fagnað þessu mikilvæga skrefi en Gunnar Smári Egilsson, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, bendir á að peningastefnan sé í raun skjaldborg um auð hinna ríku.

Hann útskýrir mál sitt í færslu hjá Sósíalistaflokknum á Facebook:

„Verðbólga utan húsnæðis var 2,8% síðustu tólf mánuði. Seðlabankinn var að lækka stýrivexti í 8,5%. Þau sem eiga peninga geta því fengið 5,5% raunvexti á auð sinn, bara af stýrivöxtum. Þetta er heimsmet. Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa og á Íslandi. Raunvextir íbúðalána eru líklega um 8,5% sem engin fjölskylda stendur undir. Stefnan er því skjaldborg utan um auðinn en niðurbrot á fjárhagslegu öryggi heimila. Þið búið í þannig samfélagi.“

Aðrir taka undir með Gunnari í athugasemdum. Einn bendir á að í Svíþjóð hafi hægri flokkar ekki vogað sér að bjóða almenningi upp á „slíka svívirðu. Þar hafi raunvextir verið neikvæðir í um áratug sem þýðir að fjármagnseigendur séu þátttakendur í samfélaginu og taki þar með verðbólgu og stýrivexti á herðar sér eins og aðrir. Hér á Íslandi þurfi bara almenningur að gjalda fyrir verðbólguna á meðan fjármagnseigendur eru í skjóli. Við það bætir annar að fjármagnstekjuskattur í Svíþjóð sé um 30%.

Ein skrifar reið: „Þetta er orðið samfélag hinna ríku, hinir mega éta það sem úti frýs. Mjög ógeðfellt“, en við þessu fékk viðkomandi svarið að landsmenn geti kosið breytingar þann 30. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”