fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Eyjan
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fækka ætti ráðherrum og hver ráðherra ætti að fá einn aðstoðarmann en ekki tvo eins og nú er, auk þess sem meira en milljarður á ári fer í beina styrki til stjórnmálaflokka og launagreiðslur til pólitískra aðstoðarmanna þingflokka,“ skrifar Ólafur Arnarson í nýjum Dagfarapistli á Hringbraut.

Ólafur vísar til þess að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur sagt að flokkur hennar vilji ekki hækka skatta heldur beita sér fyrir aðhaldi í opinberum rekstri og aukinni ráðdeild í ríkisfjármálum verði hann í ríkisstjórn eftir kosningar. Fráfarandi vinstri stjórn hafi fjölgað ráðuneytum, sem reynst hafi hið mesta bruðl.

Hann segir tilvalið að leggja niður óþarft ráðuneyti háskólamála, vísinda og iðnaðar, sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur stýrt. Þannig mætti fækka um einn ráðherra. Skilaboðin með þessu væru að opinber starfsemi eigi ekki að þenjast út heldur sé einnig hægt að draga hana saman með því að leggja niður óþarfa embætti. „Smáþjóð eins og Ísland hlýtur að komast af með ellefu ráðherra, jafnvel færri.“

Ólafur vekur athygli á því að áður en vinstri stjórn Bjarna Benediktssonar hrökklaðist frá hafi hún komið enn einni ríkisstofnuninni á koppinn, Mannréttindastofnun Íslands, og voru stofnanirnar þó 160 fyrir. Þá verði fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Kári Kristjánsson, formaður hennar. Ekki kæmi á óvart þótt fljótlega verði tugir embættismanna komnir á launaskrá þar grípi ný ríkisstjórn ekki í taumana.

Hann skrifar að sjálfstæðismönnum væri hollt að rifja upp sitt gamla og góða kjörorð frá áttunda áratug síðustu aldar – BÁKNIÐ BURT – en svo virðist sem þeir séu fyrir löngu búnir að gleyma því.

Þá telur Ólafur mikilvægt að auk þess sem dregið verði úr ríkisútgjöldum verði sölu ríkiseigna hraðað til að lækka skulda- og vaxtabyrði ríkissjóðs, en vextirnir einir soga til sín 120 milljarða af skattpeningum ríkisins á hverju ári. Hann minnir á að senn gengur í hönd áttunda árið í röð sem ríkissjóður er rekinn með halla. Hann vill ljúka sölunni á Íslandsbanka og selja hlutabréf ríkisins í Landsbankanum og nefnir að þetta gæti skilað ríkinu allt að 500 milljörðum sem nýta megi til lækkunar skulda ríkisins.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur sagt að Viðreisn muni ekki styðja sölu á eignarhlutum ríkisins í Landsvirkjun. Það er rökrétt en ríkið nýtur góðs af mjög miklum arði af Landsvirkjun sem mun trúlega einungis aukast á komandi árum. Hins vegar gæti alveg verið heppilegt að selja eignarhluti í öðrum ríkisfyrirtækjum ef aðstæður leyfðu. Dæmi um það gætu verið Landsnet, Rarik og Ísavía auk ýmissa fasteigna sem ríkissjóður þarf ekki nauðsynlega að eiga,“ skrifar Ólafur.

Hann vill að ný ríkisstjórn byrji á því að setja af stað skoðun á því hvers vegna stjórnarráðið hefur þanist eins mikið út og raun ber vitni. Embættismönnum ráðuneyta hafi fjölgað gríðarlega án þess að verkefni þeirra hafi aukist að ráði. Fá þurfi svör við því hvort um brýna nauðsyn hafi verið að ræða eða langvarandi stjórnleysi og lausatök í aðhaldi.

Það þarf að fara varlega með skattpeninga fólks og fyrirtækja. Í þeim efnum er mikil ábyrgð lögð á stjórnmálamenn og þeir verða dæmdir af verkum sínum. Aðhald og ráðdeild frá æðstu lögum stjórnkerfisins eru mikilvæg og góð skilaboð út í allt kerfið. Eftir höfðinu dansa limirnir.“

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar