fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Eyjan
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 11:37

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arion banki hyggst bregðast við ábendingum óánægðra viðskiptavina um kynningu á umfangsmiklum skilmálabreytingum til viðskiptavina sem bankinn kynnti í vikunni eftir að reiðialda gaus upp á Facebook-hópnum Fjármálatips.

Forsaga málsins er sú að þann 18. nóvember síðastliðinn sendi Arion banki póst til viðskiptavina sinna þar sem upplýst var að bankinn hefði uppfært viðskiptaskilmála sína. Með fylgdu hinir nýir skilmálar í heild sinni, alls 42 blaðsíður, og var tekið fram að þeir myndu taka gildi þann 18. janúar 2025 og viðskiptavinir hvattir til að kynna sér breytingarnar. Engar útskýringar fylgdu hins vegar um hvaða atriði það væru sem verið var að breyta.

„Eru þetta eðlilegir neytendaskilmálar“

Árvökull viðskiptavinur bankans vakti athygli á málinu á Facebook-hópnum vinsæla Fjármálatips.

„Fékk tilkynningu frá Arionbanka um breytingar á skilmálum bankanna. Ég fór og fann skjalið. Þetta eru 42 bls. sem ég þarf greinilega að lesa til að kynna mér breytingarnar, ég sé ekki í fljótu bragði hvaða skilmálum hefur verið breytt né er vísað í fyrri skilmála ef ég myndi vilja leggjast yfir þetta og kynna mér þetta betur. Eru þetta eðlilegir neytendaskilmálar,“ Eru þetta eðlilegir neytendaskilmálar,“ skrifaði viðkomandi og taggaði Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna.

Í kjölfarið spruttu upp heitar umræður á þræðinum þar sem að viðskiptavinir kepptust við að lýsa ónægju sinni með framkvæmdina. Einn af þeim sem lagði orð í belg var áðurnefndur Breki sem sagði að Neytendasamtökunum hefði borist allnokkrar ábendingar um málið og það væri í skoðun.

Arion banki lofar bót og betrun

Samskiptasvið Arion banka sá að endingu ekki annan kost en að bregðast við og lofa bót og betrun.

„Þetta er hárrétt ábending. Við hefðum átt að útskýra betur í hverju skilmálabreytingin felst. Við erum að útbúa samantekt á helstu breytingum sem við munum setja á vefinn okkar og senda í sérstakri tilkynningu til viðskiptavina okkar. Rétt er að benda á að breytingar skilmálanna taka ekki gildi fyrr en 18. janúar 2025 og viðskiptavinir hafa því góðan tíma til að kynna sér breytingarnar sem snúa meðal annars að því að aðlaga skilmálana að gildandi lögum. Við biðjumst innilega afsökunar á þessari yfirsjón af okkar hálfu,“ skrifaði fulltrúi bankans í þráðinn.

Í svari við fyrirspurn DV, þar sem meðal annars var bent á ofangreint svar, kom fram að skilmálabreytingunum sé ætlað að aðlaga skilmálana að gildandi lögum og breyttu umhverfi hvað varðar tækni og svikamál. Nánari útlisting á breytingum verður aðgengileg innan tíðar á vef Arion banka og viðskiptavinir upplýstir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni