fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Eyjan
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Jónsson formaður og frambjóðandi Lýðræðisflokksins ræðir það í nýlegu myndbandi á TikTok síðu flokksins hvað hann myndi gera ef hann væri Donald Trump sem tekur á ný við embætti forseta Bandaríkjanna 20. janúar næstkomandi. Arnar Þór leggur mikla áherslu á að það sé óráðlegt fyrir Íslendinga að tala illa opinberlega um Donald Trump þar það slíkt gæti hvatt hann til að hækka tolla á íslenskar vörur og raunar segist Arnar Þór að hann myndi einmitt gera slíkt af hann væri Trump.

Arnar segir í myndbandinu, þar sem má sjá Höfða í bakgrunni:

„Ef ég væri Donald Trump og væri að fara að taka við sem forseti Bandaríkjanna, aftur. Þá myndi ég kynna mér vel hvað þjóðarleiðtogar annarra ríkja hefðu sagt um sig síðustu ár. Ég er ekki viss um að ég myndi veita mikinn afslátt á tollum til þeirra sem væru búnir að kalla mig hálfvita síðustu fjögur ár. “

Því næst eru birt skjáskot af fjölda færslna af samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, þar sem fjöldi þekktra Íslendinga úthúða Donald Trump og kalla hann meðals annars hálfvita. Aðeins tveir þeirra myndu þó flokkast undir skilgreininguna þjóðarleiðtogar en það eru ráðherrarnir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Ónákvæmar tímasetningar

Miðað við samhengið í færslu Áslaugar Örnu, þar sem hún lýsir yfir furðu sinni á því að Trump hafi verið kjörinn forseti Bandaríkjanna, var hún skrifuð í kjölfar kosningasigurs Trump 2016, en ekki á síðustu fjórum árum, en Áslaug Arna var fyrst kjörinn þingmaður þetta sama ár og varð síðan fyrst ráðherra 2019.

Það hefur áður verið fjallað um færslu Þórdísar Kolbrúnar en hún er ekki frá síðustu 4 árum heldur frá 2015 en hún var fyrst kjörin á Alþingi ári síðar og sama ár var Trump kjörinn forseti í fyrra skiptið. Í færslunni kallaði Þórdís Kolbrún Trump meðal annars þröngsýnan, fáfróðan og fordómafullan fábjána. Þórdís Kolbrún sagði í samtali við Vísi daginn eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum að hún hefði verið búin að gleyma færslunni og ætti ekki von á að hún myndi hafa áhrif á samstarf íslands og Bandaríkjanna.

Eftir að skjáskotin af færslunum þar sem Trump er úthúðað hverfa af skjánum, í myndbandinu, heldur Arnar viðvörunum sínum áfram:

„Ég hugsa að ég myndi ekki splæsa neinum tollaafsláttum á þá ( sem hafa kallað Trump hálfvita, innsk. DV). Bandaríkjamenn eru vinaþjóð okkar. Eigum við ekki bara að reyna að tala af virðingu og vinsemd um þá eins og aðrar þjóðir?“

@lydraedisflokkurinn X-L Hugsum stórt. Fyrir land og þjóð. Sýnum nágrannaþjóðum okkar virðingu. Samvinna er mikilvægur hlekkur í farsæld lansins. 🇮🇸📈 #Ísland #íslenskt #fyrirþig #fyp #kosningar #x24 ♬ original sound – Lýðræðisflokkurinn

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt