fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Eyjan
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 15:33

Mynd af Páli fengin af Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum brjóti gegn stjórnarskrá. Þar með hafi undanþágan ekki lagagildi. Dómurinn rakti að frumvarpið var fyrst lagt fram í nóvember 2023 og fór þaðan til meðferðar hjá atvinnuveganefnd. Þegar frumvarpið skilaði sér þaðan höfðu verið gerðar svo miklar breytingar að í raun væri um nýtt frumvarp að ræða sem átti fátt sameiginlegt með upprunalegu skjali annað en þingmálsnúmer og heiti.

Þetta var niðurstaða í máli sem Innes ehf. höfðaði gegn Samkeppniseftirlitinu. Fyrir Innes flutti lögmaðurinn Páll Rúnar M. Kristjánsson málið. Páll hefur nú brugðist við fréttum þar sem því er mótmælt að frumvarpið hafi tekið viðamiklum breytingum. Þetta sé bull sem þurfi að leiðrétta og máli sínu til stuðnings birtir hann tvær myndir þar sem sjá má upprunalegan texta frumvarpsins yfirstrikaðan, textann sem var bætt við og svo það sem eftir stendur.

Páll skrifar á Facebook:

„Í gær var kveðinn upp dómur í máli sem ég flutti f.h. stefnanda, er varðaði lagagildi undanþágu tiltekinna aðila frá gildissviði samkeppnislaga. Ein af þeim málsástæðum sem ég hélt fram var að frumvarpið hefði tekið of miklum breytingum á milli umræðna og að slíkt væri í andstöðu við 44. gr. stjórnarskrár sem geri þá kröfu að meginefni frumvarps fari í gegnum þrjár umræður. Á þessa málsástæðu féllst dómstóllinn. Afleiðing þess er sú að þessi ákvæði hafa ekki lagagildi.

Í fréttum nýverið hafa ákveðnir aðilar mótmælt því að það hafi verið gerð mikil breyting á frumvarpinu. Um leið og ég virði rétt stjórnmálamanna til að halda fram því sem er augljóslega rangt þá vil ég leyfa mér að leiðrétta þetta bull, einfaldlega vegna þess að það er svo auðvelt. Hér eru tvær myndir. Þar má sjá upprunalega textann sem var felldur út (yfirstrikaður), textann sem var bætt við (rauður) og svo það sem stendur eftir af upprunalega textanum (svart og óyfirstrikað). Það eru s.s. 6 orð sem standa eftir í þeim texta sem verður að lögum; „Framleiðendafélög“ í kaflaheitinu og svo setningin „Lög þessi öðlast þegar gildi“ – það er svo kaldhæðni örlaganna að lögin öðluðust aldrei lagagildi, þar sem þau stönguðust á við mjög skýr og einföld fyrirmæli stjórnarskrár.“

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”