fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Másson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Miðflokksins, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni, þar sem hann fer um víðan völl um sín áherslumál. Segir hann að í umræðu fyrir kosningar sé rætt um að Miðflokksmenn vilji skera niður í ríkiskerfinu.

„Og hvað viljið þið gera? Ok þetta er svo stórt og þetta er svo mikið og maður getur tekið ákveðna málaflokka út fyrir sviga, en maður þarf að endurskoða nálgunina gagnvart kerfinu. Til dæmis eitthvað sem er arfur frá gamalli tíð. Hver er sjálfum sér næstur í þessu? Hvaða sviði ertu að starfa á? Hvernig er ríkið að vasast í því sviði, hvar er það með puttana og er það að standa sig vel? Er það nauðsynlegt framlag, er það að þvælast fyrir? Er það eiginlega bara gert grín að því, eins og í okkar starfi, Fjölmiðlanefnd. Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari,“

segir Snorri sem segir starfsmann í 30% stöðu í ráðuneytinu geta séð um störf Fjölmiðlanefndar. „Þar sem væri hvað, haldið utan um skráða fjölmiðla á landinu. Ég veit ekki einu sinni hvort að ríkið þurfi að halda utan um skráða fjölmiðla á landinu.“

Segir Snorri hvern og einn geta skoðað það svið sem þeir starfi á til að meta hver aðkoma ríkisins er og hvort hún sé að hjálpa eða hún sé til trafala.

„Maður þekkir sitt svið, þess vegna getur maður fullyrt þetta. Það er miklu erfiðara fyrir mig að segja Veðurstofan! Ég er ekki á heimavelli gagnvart Veðurstofunni, en það eru örugglega einhverjir sem hafa sína skoðun á Veðurstofunni. Ég þekki mitt svið, Fjölmiðlanefnd, það eru einhverjar verulegar fjárhæðir sem fara í að reka þetta og þeir gera ekkert gagn. Og er athlægi innan fjölmiðlabransans. Nú held ég að þeir hafi fengið það hlutverk að útdeila styrkjunum, sem aldrei átti að vera, en eins og ég segi starfsmaður í ráðuneyti í 20% vinnu getur útdeilt þessum styrkjum. Þetta er bara gert einu sinni á ári, þetta er bara létt verk og löðurmannlegt. Það er dæmi um það sem ég þekki sviðið og veit við erum að eyða óþarfa peningum. Ég held það væri alveg hægt að leggja Fjölmiðlanefnd niður. Við þurfum ekki að hafa marga á snærum Fjölmiðlanefndar að skrifa um miðlalæsi.“

Segir hann starfsmönnum nefndarinnar fjölga, og þeir hafi síðan ekki hlutverk og fari í að skrifa greinar á Vísi sem ekki hafi verið hugsunin með nefndinni. Segir hann um gamlan arf að ræða að nefnd þyrfti að vera til staðar til að fylgjast með fjölmiðlum. Snorri nefnir einnig að það sé ótrúlegt að ríkið hafi ákveðið „að setja alla fjölmiðla landsins á jötuna, sem var ótrúlegt skref, núna fara 500 milljónir á ári í þetta.“

Horfa má á þáttinn í heild sinni á Brotkast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK