Viðskiptaráð gaf í dag út kosningapróf þar sem kjósendur geta séð hvaða framboði þeir standa næst í efnahagsmálum. Prófið samanstendur af 60 spurningum sem Viðskiptaráð lagði fyrir öll framboð sem bjóða fram á landsvísu í komandi kosningum.
Vegna fjölda beiðna hefur Viðskiptaráð nú gert prófið öllum aðgengilegt. Kjósendur geta nú notað prófið til að máta sína afstöðu við framboðin og um leið glöggvað sig betur á stefnu þeirra í margvíslegum málaflokkum.
Spurningarnar eru settar fram sem fullyrðingar sem svarandi getur tekið afstöðu til frá mjög andvíg/ur til mjög fylgjandi. Svarandi getur einnig skilað auðu við spurningu.
Prófið er hægt að taka hér.