fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Alþingi: Bankasýslan lögð niður um áramót

Eyjan
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 17:30

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi samþykkti á föstudaginn lög sem fella úr gildi lög um Bankasýslu ríkisins. Samkvæmt nýju lögunum falla lög um Bankasýsluna úr gildi 1. janúar 2025. Þar með heyrir Bankasýslan sögunni til.

Frá 1. janúar á næsta ári mun fjármálaráðherra fara beint með hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Eitt af hlutverkum Bankasýslunnar var að skipa fulltrúa ríkisins í bankaráðum og stjórnum fjármálafyrirtækja.

Samkvæmt nýju lögunum mun ráðherra framvegis skipa þriggja manna valnefnd, eina eða fleiri, til þriggja ára í senn til að gera tillögur til ráðherra um einstaklinga sem koma til greina til setu fyrir hönd ríkisins í annars vegar bankaráðum og stjórnum fjármálafyrirtækja og hins vegar stjórnum stærri opinberra hlutafélaga og sameignarfyrirtækja.

Í hlutarins eðli liggur að starf Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, er lagt niður frá og með 1. janúar 2025, en samkvæmt heimasíðu stofnunarinnar er hann eini starfsmaður stofnunarinnar. Mun hann njóta biðlauna í sex mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”