fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Eyjan

Alþingi: Bankasýslan lögð niður um áramót

Eyjan
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 17:30

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi samþykkti á föstudaginn lög sem fella úr gildi lög um Bankasýslu ríkisins. Samkvæmt nýju lögunum falla lög um Bankasýsluna úr gildi 1. janúar 2025. Þar með heyrir Bankasýslan sögunni til.

Frá 1. janúar á næsta ári mun fjármálaráðherra fara beint með hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Eitt af hlutverkum Bankasýslunnar var að skipa fulltrúa ríkisins í bankaráðum og stjórnum fjármálafyrirtækja.

Samkvæmt nýju lögunum mun ráðherra framvegis skipa þriggja manna valnefnd, eina eða fleiri, til þriggja ára í senn til að gera tillögur til ráðherra um einstaklinga sem koma til greina til setu fyrir hönd ríkisins í annars vegar bankaráðum og stjórnum fjármálafyrirtækja og hins vegar stjórnum stærri opinberra hlutafélaga og sameignarfyrirtækja.

Í hlutarins eðli liggur að starf Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, er lagt niður frá og með 1. janúar 2025, en samkvæmt heimasíðu stofnunarinnar er hann eini starfsmaður stofnunarinnar. Mun hann njóta biðlauna í sex mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna