fbpx
Mánudagur 18.nóvember 2024
Eyjan

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Eyjan
Mánudaginn 18. nóvember 2024 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Samtaka atvinnulífsins skrifuðu saman grein í síðustu viku þar sem landsmenn eru varaðir við hugmyndum Flokks fólksins um að skattleggja lífeyrisiðgjöld við inngreiðslu í staðinn fyrir útgreiðslu. Voru þessar hugmyndir kallaðar aðför að kjörum alls vinnandi fólks á landinu.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og frambjóðandi Flokks fólksins, segir í færslu á Facebook í dag að um kunnuglega möntru sé að ræða. Fleiri hafi tekið upp hanskann fyrir lífeyriskerfið og hafi varaþingmaður Vinstri Grænna kallað hugmyndina efnahagslegt gjöreyðingarvopn.

„Já það vantar ekki stóru orðin,“ segir Ragnar og bendir á að þegar fólk tali um að senda reikning á hina og þessa kynslóðina þá þurfi að hafa í huga hvernig kerfið í raun virkar. Lífeyrissjóðirnir eigi í dag mikinn meirihluta í næstum öllum skráðum félagi á íslenskum markaði.

„Við förum varla í búð eða tökum bensín, kaupum flugfargjöld, borgum tryggingar eða okurvexti í bankanum eða himinháa leigu, öðruvísi en að lífeyrissjóðirnir komi þar að. Annað hvort sem eigendur eða lánveitendur.

Við fóðrum þannig alltof háa og óraunhæfa ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna alla daga, frá morgni til kvölds. Við erum þrælar eigin kerfis. Kerfi sem við höfum enga lýðræðislega aðkomu að. Lífeyrissjóðirnir eru því með sanni Ríki í ríki.“

Innviðir í molum og engir fjármunir

Á meðan eru bankarnir að skila methagnaði. Samanlagðar vaxtatekjur og þjónustugjöld stóru bankanna þriggja hafi numið 145 milljörðum og það aðeins á fyrstu 9 mánuðum ársins. Þetta sé tvöfalt hærri upphæð en kostaði að kaupa upp allt íbúðarhúsnæði í Grindavík.

Á meðan heimilum blæði út séu fyrirtæki og fjármálastofnanir að auka arðsemiskröfu sína frekar en að leggja sitt af mörkum til að ná niður vöxtum og verðbólgu – sú ábyrgð sé þvert á móti lögð á herðar landsmanna. Lífeyrissjóðirnir eigi stóran hlut í bönkunum.

„Þegar góða fólkið talar um að senda reikninga á framtíðarkynslóðir, með skattlagningu iðgjalda í lífeyrissjóði dag, gleymist oft að hugmyndafræðin gengur út á að ríkið lánar þessar skatttekjur til ávöxtunar og út frá því eru réttindi okkar reiknuð. Þ.e. að vel ávaxtaðar framtíðartekjur ríkissjóðs eiga að standa undir hluta af þeim réttindum sem okkur er lofað í framtíðinni.

Ef, og já EF, að þessir fjármunir tapast ekki að hluta eða fullu.

En hver er reikningurinn sem við erum að senda framtíðar kynslóðum okkar í dag? Innviðir í molum og engir fjármunir til? Verður það ódýrara fyrir framtíðar kynslóðir að takast á við þann vanda sem verður orðin margfalt stærri en hann er í dag, ef ekkert verður að gert.

Í dag ríkir neyðarástand í öllum grunnstoðum samfélagsins!“

Hjólför spillingar og sjálftöku

Ísland hafi gengið í gegnum margar sveiflur síðustu 24 árin og horft á markaði hrynja. Netbólan sprakk árið 2000 með tilheyrandi tapi fyrir lífeyrissjóðina. Svo varð hér bankahrun árið 2008 sem þurrkaði út meirihluta innlenda hlutabréfa lífeyrissjóðanna með gífurlegu tapi. Síðast hafi sjóðirnir tapað 800 milljörðum á árinu 2021. Nú sé ófriður að aukast í heiminum og slíkt geti leitt til frekara taps lífeyrissjóðanna og þá verði ekkert eftir til að standa undir grunnþjónustu við framtíðarkynslóðir.

„Látum ekki selja okkur þá tálsýn að ef við þrælum okkur út fyrir kerfið, höfum við það hugsanlega, hugmyndafræðilega gott í framtíðinni, ef ALLT gengur upp. Í því felst uppgjöf, skammsýni og metnaðarleysi.

Höfum hugrekki til að koma með hugmyndir og spyrja spurninga. Að öðrum kosti komumst við aldrei upp úr hjólförum spillingar og sjálftöku sem eru að draga lífið úr okkar fallega samfélagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Alþingiskosningar: Ekki í lagi að kostnaður við útlendingamál hafi farið úr þremur milljörðum í 20 á nokkrum árum

Alþingiskosningar: Ekki í lagi að kostnaður við útlendingamál hafi farið úr þremur milljörðum í 20 á nokkrum árum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“