fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Eyjan
Mánudaginn 18. nóvember 2024 15:55

Lilja Alfreðsdóttir og Alma Möller

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavík suður, segir húsnæðismarkaðinn nú tekinn fastari tökum en áður með aðkomu Framsóknar á sveitarstjórnarstiginu. Hún segir mikilvægt að lækka skuldir sem safnast hafi upp vegna aðgerða m.a. í Covid til að lækka fjármagnskostnað. Alma Möller segir Samfylkinguna vilja auka tekjuöflun ríkisins með sanngjörnum auðlindagjöldum. Einnig verði að fara betur með fé og ráðast í tiltekt í ríkisrekstri. Lilja og Alma mættust í kosningasjónvarpsþætti á Eyjunni.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild hér:

HB_EYJ204_NET
play-sharp-fill

HB_EYJ204_NET

Lilja varar við því að þrótturinn í hagkerfinu sé talaður niður, þar með talin ferðaþjónustan, vegna þess að það sé þessi þróttur sem standi undir þeirri tekjuöflun sem standi undir innviðafjárfestingu, heilbrigðismálum og fleiri mikilvægum málaflokkum. Hún segir Samfylkinguna tala niður ferðaþjónustuna og boða skattahækkanir upp á 80 milljarða.

Alma kannast ekki við að Samfylkingin boði 80 milljarða skattahækkanir en Lilja ítrekar að hún hafi heyrt þessa tölu. Alma bendir Lilju á að lesa stefnuskrá Samfylkingarinnar. Hún segir engan vera að tala ferðamennskuna niður, einungis sé verið að benda á að hún byggi á því að fluttur sé inn fjöldi fólks sem ekki hefur verið húsnæði fyrir. Það auki sannarlega verðbólgu og þenslu. Hún segir fjárfestingu okkar Íslendinga í þeim málaflokki vera um hálft prósent af landsframleiðslu á meðan önnur OECD lönd verji einu prósenti af landsframleiðslu. „Þar er sannarlega gríðarleg innviðaskuld og t.d. hafa engin göng farið í gang síðan 2017.“

Varðandi ríkisfjármálin segir Alma að í fyrsta lagi verði að sýna aðhald og ráðast í tiltekt í ríkisrekstri. Það sé eilífðarverkefni sem eigi alltaf að vera í forgrunni Í öðru lagi sé það tekjuöflun og Þar horfi Samfylkingin fyrst og fremst til sanngjarnra auðlindagjalda. Þar sé allt undir; fiskveiðar, sjókvíaeldi, orkuöflun og ferðamennska. Í þriðja lagi sé það bjargföst trú Samfylkingarinnar að fjárfesting í innviðum auki verðmætasköpun. Hún bendir á að formaður Samfylkingarinnar sé vel menntaður hagfræðingur sem sannarlega sé treystandi til að hafa yfirstjórn með ríkisfjármálum og efnahag.

Þá langar mig til að koma inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir Lilja, „vegna þess að mér finnst Samfylkingin einhvern veginn veginn vera að kenna ferðaþjónustunni um að hér sé framboðsskortur. Eitt af því sem við höfum verið að gera hjá Framsóknarflokknum og lykiláherslan hjá borgarstjóranum núna, breytingarnar sem eru að eiga sér stað á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík bara frá því að Framsókn kemur inn í þennan meirihluta, þá sjáum við 30 prósent aukningu á lóðum sem er búið að setja inn í deiliskipulag. Og þetta er svo rosalega mikilvægt og við sjáum enn meiri aukningu á næstu árum. Einar er í raun að gera þrennt: í fyrsta lagi að auka framboð á lóðum til þess að við getum vaxið og við séum ekki að kenna einhverjum öðrum um heldur bara taka ábyrgð á þessu og koma með lausnir. Í öðru lagi að ná utan um fjárhag borgarinnar og það er svo mikilvægt og nákvæmlega sama á við um ríkissjóð núna eftir Covid og allar þessar umfangsmiklu aðgerðir sem við þurftum að fara í þegar hagkerfið var svona lokað.“ Hún segir þetta hafa valdið fjárlagahalla og til að ná niður fjármagnskostnaði verði að lækka skuldir. Þá segir hún húsnæðismarkaðinn nú vera tekinn fastari tökum en áður með aðkomu Framsóknar á sveitarstjórnarstiginu.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.  
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK
Hide picture