fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Eyjan
Sunnudaginn 17. nóvember 2024 12:00

Lilja Alfreðsdóttir og Alma Möller

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir , oddviti Framsóknar í Reykjavík suður, segir hagvöxt meiri hér á landi en í Evrópu og Bandaríkjunum en Alma Möller, oddviti Samfylkingarinnar í Kraganum, segir hagvöxtinn að mestu drifinn af fólksfjölgun. Alma segir innviðaskuldina mikla, m.a. í samgöngum og orkuöflun. Lilja og Alma mættust í kosningasjónvarpsþætti á Eyjunni.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild hér:

HB_EYJ204_NET
play-sharp-fill

HB_EYJ204_NET

Lilja segir Framsókn leggja áherslu á heimilin í komandi kosningum. „Að við sjáum þau vaxa og dafna og að unga fólkið okkar sjái fyrir sér framtíð á Íslandi, þess vegna er svo gríðarlega mikilvægt að við séum farin að sjá þetta háa vaxtastig fara lækkandi og að við séum búin að ná tökum á þessari verðbólgu …

Raunvaxtastigið er enn að hækka.

„Raunvaxtastigið, það er rétt, en munum að það er stýrivaxtafundur núna 22. nóvember sem ég held að við séum nú öll býsna spennt fyrir. En ef við lítum á hagvöxt á Íslandi síðustu fimm árin, þá hefur hagvöxtur á Íslandi verið 2,6 prósent. Hann hefur verið eitt prósent á evrusvæðinu og tvö prósent í Bandaríkjunum. Af hverju er ég að koma inn með þetta? Vegna þess að ef þú ætlar að fjárfesta í framtíðinni og að það séu góðar framtíðarhorfur í ákveðnu þjóðríki þá verðurðu að vera með ákveðinn hagvöxt. Til þess að knýja hann áfram verður þú að vera með öflugt atvinnulíf, þú þarft að vera með samkeppnisfær skilyrði og það sem kemur mér á óvart í stefnu Samfylkingarinnar er t.d. hvernig talað er bara um ferðaþjónustuna, eins og við séum á rangri leið af því að ferðaþjónustan hefur vaxið og dafnað og er að skila í kringum 33 prósent af gjaldeyristekjum. Ég held að ef við ætlum að halda áfram og fara t.d. í þau mál sem Alma er að nefna hér þá verðum við að vera með mjög skýra sýn um það hvernig landið okkar vex og huga að þessum samkeppnisskilyrðum.“

Alma segist algerlega sammála Lilja. „Það er rétt hjá Lilju að hagvöxtur hefur aukist, en ekki hagvöxtur á mann í sama mæli af því að við höfum auðvitað byggt byggt á fremur mannaflsfrekum atvinnugreinum …

Alma, ég held að þetta sé rangt. Hagstofan leiðrétti þetta, það voru rangir útreikningar hjá henni. Hagvöxtur á mann hefur hvergi vaxið jafn mikið í samanburðarlöndunum eins og hér á Íslandi.

Það þarf nú að skoða þetta áður en þátturinn fer í loftið,“ segir Alma, „en það er ekki samkvæmt mínum upplýsingum og það auðvitað skýrist af því að hingað hefur flutt fólk …“

Ég held, við ritskoðum ekkert áður en þetta fer í loftið, ég held að við getum fullyrt að hagvöxtur á íslandi hefur verið mjög drifinn af fólksfjölgun.

Lilja stendur föst á því að hagvöxtur á mann hafi líka verið hár. „Ég var mjög hissa þegar ég var að skoða þessar tölur.“ Hún segir að upphaflegar tölur Hagstofunnar hafi einfaldlega ekki getað staðist, þær hefðu verið of lágar hvað varðar hagvöxt á mann. Nú hafi þetta verið endurreiknað.

Þáttastjórnandi skýtur inn í að reynslan sýni að full ástæða sé til að taka tölum Hagstofunnar af fullri tortryggni.

Lilja segir Ísland hafa verið að leggja áherslu á rétta þætti til að byggja undir hagvöxt, þar með talið hugverk og skapandi greinar, fjórðu stoðina.

Alma segir mannfjölgun hafa orðið of hraða hér á landi. „Við erum að byggja hér á vinnuaflsfrekum greinum sem hefur leitt til enn meiri skorts á húsnæði og enn meiri verðbólgu og þetta með að hagvöxtur á mann er alls ekki eins og hann ætti að vera og þess vegna hefur almenningur á Íslandi upplifað þennan hagvöxt sem Lilja er að tala um sem þenslu en ekki sem aukin lífsgæði. Og, alveg eins og þú segir, Lilja: Við þurfum að auka hér verðmætasköpun og það er auðvitað undirstaða velferðar, það er kjarni jafnaðarstefnunnar, stöndugur efnahagur og sterk velferð, og þarna þarf líka að fara í mikla fjárfestingu í innviðum því að það hefur ekki verið gert neitt sérstaklega mikið hérna síðan 2017.

Hún segir algerlega ljóst að hér þurfi að afla meiri orku, bæði til að styrkja verðmætasköpun en líka til að hægt sé að fara í orkuskiptin. „Það hefur engin virkjun yfir 10 megavött farið hér í gang. Það er líka gríðarleg innviðaskuld í samgöngum sem líka myndi ýta undir atvinnulífið, en það er bara mjög margt sem þarf að gera og má betur fara.“

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.  
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK
Hide picture