fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Eyjan
Sunnudaginn 17. nóvember 2024 15:00

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður sem skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður í komandi alþingiskosningum segir það ekki létt verk að vera í kosningabaráttu. 

„Að standa í kosningabaráttu með tilheyrandi myndatökum og samskiptum við ókunnugt fólk er ekki létt verk fyrir mann eins og mig. Ég á ekki marga óvini en myndavélin og ég eigum enga samleið. Fólk sem hittir mig í fyrsta sinn segir gjarnan að ég sé ekki næstum því eins ófríður í eigin persónu. Svo er mjög stressandi að vera í framboði þegar maður man ekki hvað maður skrifaði á upphafsárum netsins,“ segir Brynjar í færslu á Facebook.

Hann segir það tilheyra kosningabaráttunni að fara í heimsókn á elli- og hjúkrunarheimili. 

„Ég var á Grund í gær og var búinn að safna í kringum mig hóp af vistmönnum og messa yfir þeim um ágæti Sjálfstæðisflokksins í þó nokkurn tíma þegar virðuleg frú á tíræðisaldri spurði mig mjög ákveðið: „Ertu búinn að búa lengi hérna á Grund?“ Ég maldaði eitthvað í móinn að sagðist nú vera aðeins 64 ára gamall. „En þú ert svo assskoti veiklulegur að sjá,“ sagði hún þá. Þá kvaddi ég og tilkynnti kosningastjórninni að ég færi ekki á fleiri svona heimili.“

Brynjar rekur einnig að hann sé ekki eins þekktur og hann hélt að hann væri.

„Ég hef talsvert verið í heimsóknum í lítil og meðalstór fyrirtæki. Er greinilega ekki eins þekktur og mætti halda því starfsmenn kannast venjulega ekkert við þennan mann. Þegar ég byrja að tala halda margir að hér sé Sigmundur Davíð á ferð og einn hélt meira að segja að ég væri Tómas í Tommaborgurum. Segja að ég tali óskýrt og syfjulegur að sjá. En það fyrsta sem ég er gjarnan spurður að í þessum heimsóknum er hver beri ábyrgð á þessari jafnlaunavottun, sem sé fullkomlega gagnslaust fyrirbæri og kosti fyrirtækin margar milljónir á hverju ári. Þetta sé verulegur baggi á litlum fyrirtækjum. Ég bendi þeim á að þetta hafi verið frá upphafi stærsta mál Viðreisnar, frjálslynda umbótaflokksins?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt