fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Skólamál: Afglöp hjá ráðherra – nokkur ár er langur tími í æsku eins barns

Eyjan
Föstudaginn 15. nóvember 2024 10:30

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Orri Páll Jóhannsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er vandamál í skólunum hve mikill tími kennara og skólastjórnenda fer í annað en að sinna kennslu. Stytting framhaldsskólans var illa útfærð og leiðir ekki til þess að nemendur skili sér fyrr inn í háskóla. Það flokkast undir afglöp í starfi hjá menntamálaráðherra að í nokkur ár skuli engar samræmdar mælingar hafa farið fram á stöðu nemenda í grunnskólum. Nú virðist hins vegar ný Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gefa vonir um að fram undan geti verið betri tímar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti viðreisnar í Reykjavík suður, og Orri Páll Jóhannsson, sem er í öðru sæti hjá VG í sama kjördæmi, mættust í kosningasjónvarpsþætti á Eyjunni.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild hér:

HB_EYJ203_NET.mp4
play-sharp-fill

HB_EYJ203_NET.mp4

Ég tel að enn sem komið er sé ekkert sem ber vott um annað en að það sé gott skref og ég held að það sé mjög nauðsynlegt að reyna að samþætta þessa þjónustu sem er í heiti stofnunarinnar með þeim hætti sem hægt er að gera þvert á skólastig,“ segir Orri Páll.

Hann segist telja að við höfum hugsað þessi mál allt of mikið í einhverjum sílóum. Í heimsóknum í alla framhaldsskóla sem VG fór í síðasta vor komu t.d. fram efasemdir um að stytting framhaldsskólans hefði verið vel útfærð, mikil pressa væri á nemendur að klára á þremur árum, svo mikil að þeir skili sér ekki endilega inn í háskóla strax að framhaldsskólanum loknum, fyrir þau sem þangað stefna. Þau taki sér gjarnan hlé frá námi eftir stúdentspróf. „Þetta voru nú ein af rökunum fyrir þessu á sínum tíma en ég var nú aldrei sammála þeim rökum. Ég held þannig að það hljóti að vera löngu kominn tími á það að við hugsum skólakerfið breiðar, tökum það út úr þessari sílóahugsun sem við höfum verið með og reyna að horfa á þetta gegnumgangandi milli skólastiganna.“

Orri Páll segir það rétt að við höfum farið húrrandi niður í PISA-könnunum en að hafi hinar norrænu þjóðirnar líka gert. Hann hafi sérstakar áhyggjur af því að í könnununum komi fram að þverrandi samhygð sé í þjóðfélaginu. „Samhygð hlýtur að vera einhvers konar grundvöllur að því að við byggjum gott samfélag og þetta er rosalegt áhyggjuefni, finnst mér.“

Þorbjörg segir hina nýju stofnun rétt farna af stað, en henni lítist ágætlega á þær kynningar sem hún hefur séð á áformum með henni. „Ef markmiðið er ekki bara einhver punktmæling við 15 ára aldur og þá komið i ljós að 40 prósent árgangsins hafi ekki náð grunnfærni í læsi þá er auðvitað mjög rökrétt að við séum að fyrr og þéttar inn og horfa á hvert barn í staðinn fyrir árganginn. Ég er hrifin af þeirri nálgun. Ég hef hlustað á það fólk sem er innan þessarar stofnunar og ég er hrifin af því sem er verið að leggja þar á borð.

Pólitískt myndi ég hins vegar segja að ráðherra menntamála hefur um leið borið ábyrgð á því að um nokkurra ára skeið verður engin mæling, það er gat frá því að samræmdri mælingu var hætt og þar til nýtt fyrirkomulag verður innleitt. Þá höfum við ekkert í nokkur ár. Nokkur ár er langur tími í æsku eins barns. Þetta eru bara afglöp í starfi að hafa búið þannig um hnútana af hálfu ráðherrans. Ég hef líka saknað þess hjá honum, af því hann er titlaður mennta- og barnamálaráðherra, hvað hann hefur gefið skólamálum í heild sinni lítið vægi. Hann hefur talað mikið um líðan barna og þar fram eftir götunum, sem er auðvitað markmið sem við styðjum öll, en barni sem gengur ekki vel í skóla, því líður ekki vel.“

Hún segir okkur horfa mikið á þann hóp sem ekki nær grunnfærninni en á sama tíma gerist það líka að þeim fækki sem sýni afburðaárangur. Hún nefnir líka að í heimsóknum Viðreisnar í grunnskóla hafi m.a. komið fram að kennarar séu í þeirri stöðu að þeir þurfi sjálfir að útbúa námsgögn, námsgögn taki ekki mið af þeim breytingum sem orðið hafi á samfélaginu á liðnum árum. Þá sé mikið brottfall kennara úr stéttinni áhyggjuefni. Það stafi eflaust að einhverju leyti af kjörum kennara en ekki síður af því starfsumhverfi sem þeir eru í. Orri Páll tekur undir þetta.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.  
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember
Hide picture