fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 3,8% meðal tekjulægstu kjósendanna

Eyjan
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 20:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maskína birti nýja könnun á fylgi flokkanna í dag ásamt áhugaverðri sundurliðun þar sem má sjá hvernig flokkarnir eru að höfða til ólíkra hópa. Hér verður því rýnt nánar í tölurnar og minnt á að reglan um 5% fylgi gildir helst um úthlutun jöfnunarsæta en útilokar ekki að flokkur sem mælist undir 5% á landsvísu fái inn kjördæmakjörna þingmenn.

Tekjulágir kæra sig ekki um Sjálfstæðisflokkinn

Vekur þar helst athygli að Sjálfstæðisflokkurinn virðist ná gífurlega illa til landsmanna sem tilheyra tekjulægsta hópnum, eða sem hafa laun lægri en 550 þúsund á mánuði. Þar mælist flokkurinn með aðeins 3,8%. Flokkurinn nýtur aðeins betra fylgis meðal næsta tekjuhóps, með 550-799 þúsund á mánuði en þar mælist fylgið 8%. Eins mælist flokkurinn með nokkuð lítið fylgi meðal landsmanna sem aðeins hafa lokið skyldunámi, eða 7,1%. Hvað varðar skiptingu hópa eftir búsetu þá nær flokkurinn best til kjósenda á Suðurlandi og Reykjanesi þar sem hann mælist með 18,5% en verst nær hann til Norðurlands þar sem hann mælist með 7,8% og svo Vesturlands og Vestfjarða þar sem fylgið mælist 7,9%.

Tekjulágir og kjósendur með grunnskólapróf vilja Flokk fólksins

Flokkur fólksins virðist höfða best til tekjulægasta hópsins og mælist þar með 23,6%. Flokkurinn höfðar minnst til tekjuhæstu landsmanna, þeirra sem hafa 1,6 milljón á mánuði eða meira, þar mælist flokkurinn með 2,9%. Eins höfðar flokkurinn meira til landsbyggðarinnar heldur en höfuðborgarsvæðisins. Í Reykjavík mælist hann með 8% og 7,9% hjá nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Flokkurinn mælist svo með 12,8% á Suðurlandi og Reykjanesi og 12,3% á Norðurlandi. Hvað varðar skiptingu hópa eftir menntun mælist flokkurinn stærstur meðal þeirra sem lokið hafa grunnskólaprófi, eða 20,5% en lægst meðal þeirra sem hafa lokið háskólaprófi, eða 2,5%.

Framsókn stærsti flokkurinn á Norðurlandi

Þegar horft er á Framsókn mælist flokkurinn heilt yfir með 7,3% en þetta segir ekki alla söguna. Flokkurinn er stærstur allra flokka á Norðurlandi þar sem hann mælist með 18,8% en nýtur töluverðra óvinsælda í Reykjavík þar sem fylgið mælist aðeins 3,1%. Framsókn höfðar helst til tekjuhópsins sem er með laun á bilinu milljón til 1.199 þúsund á mánuði en þar mælist fylgið 12,6%.

Vinstri Græn með 5,4% á Norðurlandi

Vinstri Græn eru í kröppum dans á landsvísu og mælist fylgið heilt yfir 3,4%. Flokkurinn nýtur mestu vinsældanna á Norðurlandi þar sem fylgið mælist 5,4% en lægst mælist það á Austurlandi, 1,2%.

Konur kjósa síður Miðflokkinn

Miðflokkurinn mælist í heildina með 12,6% en marktækur munur er á fylginu hvað varðar kynjaskiptingu. Flokkurinn mælist með 16,7% meðal karlmanna en aðeins 8,1 prósent meðal kvenna. Hvað varðar aldursskiptingu höfðar Miðflokkurinn síst til ungra kjósenda en hann mælist með 6,9% meðal kjósenda á aldrinum 18-29 ára. Best mælist hann meðal kjósenda sem eru 60 ára og eldri þar sem fylgið nemur 16%. Hvað varðar menntunarstig er Miðflokkurinn vinsælli meðal þeirra sem eru iðnmenntaðir eða með framhaldsskólapróf, þar er fylgið 16,9 prósent en mælist aðeins 7,2% meðal háskólamenntaðra. Fylgið dreifist svo nokkuð jafnt eftir tekjuhópum, eini hópurinn sem sker sig úr með áberandi hætti er sá sem er með laun á bilinu 550-799 þúsund á mánuði, en þar mælist fylgið 8,3%.

Samfylkingin nær minnst til kjósenda með grunnskólapróf

Hvað Samfylkinguna varðar þá mælist flokkurinn stærstur á landsvísu með 20,1% en virðist höfða síður til íbúa á Norðurlands heldur en annarra landshluta. Þar mælist flokkurinn aðeins með 12,9%. Samfylkingin höfðar helst til háskólagenginna þar sem fylgið mælist 26,4% en nær síður til landsmanna sem aðeins hafa lokið skyldunámi, eða 12,4%.

Eldri kjósendur minna hrifnir af Viðreisn

Viðreisn mælist í heildina með 19,9%. Fylgið dreifist nokkuð jafnt eftir aldri kjósenda nema hjá landsmönnum sem eru 60 ára og eldri en þar mælist flokkurinn aðeins með 11,1%. Flokkurinn höfðar betur til íbúa á höfuðborgarsvæðinu en til landsbyggðarinnar og mælist lægst hjá kjósendum á Austurlandi þar sem fylgið nemur 11,9%. Viðreisn höfðar best til háskólagenginna, 24,8% en nær þó ágætlega til kjósenda sem lokið hafa grunnskólaprófi, 16,9%.

Sósíalistar höfðar síður til tekjuhæstu kjósenda

Sósíalistaflokkurinn hefur verið á nokkru flugi og mælist í heildina með 6,3%. Mestra vinsælda nýtur hann meðal hópa kjósenda sem eru annars vegar með laun á bilinu 550-799 þúsund á mánuði og hins vegar með milljón til 1.199 þúsund á mánuði. Hjá báðum hópum mælist fylgið 10,5%. Mest er fylgi flokksins í Reykjavík þar sem það mælist 7,8% og hvað menntun varðar höfðar flokkurinn helst til þeirra sem lokið hafa grunnskólaprófi en þar mælist fylgið 9,9%. Flokkurinn höfðar minnst til tekjuhæstu kjósenda, en þar mælist fylgið 2,2%.

Píratar höfða helst til tekjulægstu kjósendanna

Píratar hafa misst mikið fylgi samkvæmt skoðanakönnunum og mælast á landsvísu með aðeins 5,1%. Mestra vinsælda nýtur flokkurinn meðal kjósenda á aldrinum 30-39 ára, þar sem hann mælist með 8,9%. Hann mælist best á Norðurlandi þar sem fylgið nemur 5,9% en nær síður til Suðurlands og Reykjaness þar sem fylgið er aðeins 1,3%. Píratar höfða mest til kjósenda með lægstu tekjurnar en þar mælist fylgið 7,4%.

Lýðræðisflokkur með 5% á Suðurlandi og Reykjanesi

Lýðræðisflokkurinn mælist aðeins með 2,1 prósent á landsvísu en mælist þó með 5% á Suðurlandi og Reykjanesi. Flokkurinn höfðar minnst til kjósenda með laun á bilinu 800-999 þúsund á mánuði en þar nemur fylgið 0,4%.

Ábyrg framtíð höfðar helst til kjósenda á aldrinum 40-49 ára

Ábyrg framtíð mælist best meðal kjósenda á aldrinum 40-49% en jafnvel þar nemur fylgið aðeins 1,1%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun