fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Myndband: Konur í stjórn Heimdallar lesa upp bloggfærslur Þórðar Snæs

Eyjan
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur í stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hafa birt myndband á Instagram-síðu félagsins þar sem þær lesa upp brot úr grófum bloggfærslum Þórðar Snæs Júlíussonar, fjölmiðlamanns og frambjóðanda Samfylkingarinnar fyrir komandi þingkosningar.

Sjá einnig: Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Færslurnar, sem skrifaðar eru á rúmlega fjögurra ára tímabili þegar Þórður Snær er 23 ára háskólanemi og þar til hann er orðinn 27 ára gamall blaðamaður, eru löðrandi í kvenfyrirlitningu og fordómum og hefur afhjúpun þeirra vakið mikla eftirtekt. Ekki síst í ljósi þess að Þórður Snær hefur farið mikinn í að gagnrýna aðra stjórnmálamenn sem samfélagsrýnir á ferli sínum sem blaðamaður.

Rétt er að geta þess að þar sem að bloggsíðan alræmda er horfin af internetinu hefur aðeins tekist að endurheimta lítið brot af færslunum í gengum endurheimtunarsíður á borð við Way Back Machine. Þessi litlu brot segja ekki fagra sögu og því er rétt hægt að ímynda sér hvað hefur gengið á þessi fjögur ár.

Framtak Heimdellinga er augljós ádeila á það framtak í Klausturshneykslinu um árið þegar boðað var til leiklesturs í Borgarleikhúsinu, með mörgum af dáðustu leikurum þjóðarinnar, þar sem samtölin grófu á Klaustri voru tekin fyrir.

Hér má sjá myndband Heimdellinga (mögulega þarf að uppfæra fréttina til að Instagram-færslan verði aðgengileg): 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Heimdallur (@heimdallurxd)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Fimmta sætið

Steinunn Ólína skrifar: Fimmta sætið