fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Alþingiskosningar: Ekki í lagi að kostnaður við útlendingamál hafi farið úr þremur milljörðum í 20 á nokkrum árum

Eyjan
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 17:40

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Orri Páll Jóhannsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikilvægt er að afskauta umræðuna um útlendingamál hér á landi og það er einfaldlega ekki í lagi að þessi málaflokkur sem kostaði þrjá milljarða fyrir nokkrum árum skuli nú kosta meira en 20 milljarða. Við verðum að taka vel á móti þeim hælisleitendum sem við tökum við en það þýðir að við verðum að takmarka fjöldann. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður, og Orri Páll Jóhannsson, sem er í öðru sæti hjá VG í sama kjördæmi, mættust í kosningasjónvarpsþætti á Eyjunni.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild hér:

HB_EYJ203_NET.mp4
play-sharp-fill

HB_EYJ203_NET.mp4

Orri Páll bendir á að 80 prósent þeirra sem koma hingað til lands, að undanskildum ferðamönnum, sé fólk sem kemur innan Evrópu til að vinna hér á landi. Tíu prósent sé fólk sem kemur hingað frá löndum utan EES til að vinna. „Síðustu tíu prósentin eru fólk sem kemur hingað til að leita eftir alþjóðlegri vernd. Við erum þátttakendur í samstarfi á heimsvísu af því að við viljum vera þjóð meðal þjóða og það er með ólíkindum að umræðan skuli öll snúast um þessi síðustu tíu prósent. Við í VG viljum að við girðum okkur í brók og gerum eins og nágrannaþjóðir okkar gerðu fyrir þó nokkrum árum síðan og vinnum að inngildingu í samfélaginu.“ Hann segir nauðsynlegt að við mótum okkur stefnu í þessum efnum þegar 20 prósent samfélagsins eru samsett af einstaklingum sem eru ekki hér borin og barnfædd og við getum ekki án þessara 30 prósenta verið.

Hvað okkur varðar þá snúast þessar kosningar um efnahagsmál og ríkisfjármálin eru auðvitað þar undir,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Það er auðvitað eitthvað að gerast þegar ekki meiri fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd framkallar svona ofboðslegan kostnað við umsýslu á umsóknunum.“

Hún segir það sjást glögglega inni í fjárlaganefnd að málaflokkur sem fyrir nokkrum árum kostaði þrjá milljarða sé kominn upp í 20 milljarða. „Það er bara ekki í lagi. En það er líka um leið rétt, það sem þú nefnir, að umsækjendum hefur verið að fækka mjög mikið og mér finnst að markmiðið eigi að vera hjá norrænni þjóð að gagnvart þeim sem við tökum á móti, þá sé það vel gert og það sé gert með þeim hætti að börn hafi raunveruleg tækifæri til þess að spjara sig hér í samfélaginu. Það sé gert með því að íslenskukennsla sé góð, það sé gert með því að tryggja fólki atvinnu og það sé gert með þeim hætti að fólk verði virkir samfélagsþegnar og fái að taka heilbrigðan og virkan þátt í samfélaginu.“

Hún segir að það að taka vel á móti fólki þýði um leið að það verði að vera einhver efri mörk á því hversu mörgum við tökum á móti. Á undanförnum árum höfum við séð eitthvað undan láta sennilega vegna þess að við höfum tekið á móti mjög mörgum á skömmum tíma. Þessi málaflokkur hafi goldið fyrir sjö ára stjórnarsamstarfið sem nú sé á enda runnið, ofboðsleg átök hafi verið í ríkisstjórninni um þennan málaflokk, ríkisstjórnin hafi ekki gengið í takti í þessum málaflokki.

Orri Páll segir mikilvægt að afskauta umræðuna um þennan málaflokk. Hann hrósar Þorgerði Katrínu, formanni Viðreisnar, fyrir að hafa fyrr á þessu kjörtímabili lagt til að reynt yrði að mynda breiða samstöðu í málaflokknum.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórn rísandi sólar?

Orðið á götunni: Ríkisstjórn rísandi sólar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar
Hide picture