Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Jón Gnarr, sem skipar 2. Sæti á lista flokksins í Reykjavík suður, bregða á leik í nýju myndbandi.
„Þorgerður eitt sem mig langaði að nefna, hérna bara, þú ert ekkert eitthvað að baktala mig á Messenger er það? Þú myndir ekki segja að ég sé einhver aukaleikari,“ spyr Jón og bendir á að hann hafi nú reynslu sem borgarstjóri.
Þorgerður spyr hvaða della þetta sé í Jóni. „Við erum öll saman í þessu, við erum öll eitt lið, elsku Jón minn, bara svo ég undirstriki það. Hvernig dettur þér þetta í hug?“
„Nei fólk er búið að vera að segja svona,“ svarar Jón.
Myndbandið, sem er augljóst skot á Samfylkinguna og svör Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins til kjósanda um Dag B. Eggertsson, fær misjafnar viðtökur í athugasemdum undir myndbandinu.
„OMG. Eins og börn í 1. bekk. Lélegt. Get hent þessum flokki af listanum.“
„Á ekki augategiðorð ifir þessu fólki.“
„Þú varst aukaleikari í forsetakosningunum.“
„Dásamlegt! Með húmorinn að vopni,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir varaþingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
„Orðaval Kristrunar á umræddu máli lýsir því vel hvernig plani hún ætlar að fylgja. Plani sem er henni heilagt regluverk og þeir sem ögra því eith eru undir þar á meðal meðbræður hennar.“
„Æði myndband.“
Fiskikóngurinn Kristján Berg sér húmorinn í myndbandinu: „loksins er komin einhver ánægja í starfið, gleði og skemmtun. Þannig á lífið að vera í bland við einhvern alvarleika.“