fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Þorgerður og Jón gera grín að dramanu í Samfylkingunni

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Jón Gnarr, sem skipar 2. Sæti á lista flokksins í Reykjavík suður, bregða á leik í nýju myndbandi.

„Þorgerður eitt sem mig langaði að nefna, hérna bara, þú ert ekkert eitthvað að baktala mig á Messenger er það? Þú myndir ekki segja að ég sé einhver aukaleikari,“ spyr Jón og bendir á að hann hafi nú reynslu sem borgarstjóri.

Þorgerður spyr hvaða della þetta sé í Jóni. „Við erum öll saman í þessu, við erum öll eitt lið, elsku Jón minn, bara svo ég undirstriki það. Hvernig dettur þér þetta í hug?“

„Nei fólk er búið að vera að segja svona,“ svarar Jón.

Myndbandið, sem er augljóst skot á Samfylkinguna og svör Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins til kjósanda um Dag B. Eggertsson, fær misjafnar viðtökur í athugasemdum undir myndbandinu.

OMG. Eins og börn í 1. bekk. Lélegt. Get hent þessum flokki af listanum.“

„Á ekki augategiðorð ifir þessu fólki.“

„Þú varst aukaleikari í forsetakosningunum.“

„Dásamlegt! Með húmorinn að vopni,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir varaþingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.

„Orðaval Kristrunar á umræddu máli lýsir því vel hvernig plani hún ætlar að fylgja. Plani sem er henni heilagt regluverk og þeir sem ögra því eith eru undir þar á meðal meðbræður hennar.“

„Æði myndband.“

Fiskikóngurinn Kristján Berg sér húmorinn í myndbandinu: „loksins er komin einhver ánægja í starfið, gleði og skemmtun. Þannig á lífið að vera í bland við einhvern alvarleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Fimmta sætið

Steinunn Ólína skrifar: Fimmta sætið