Harry Enten, sem er talnagúru CNN sjónvarpsstöðvarinnar, segir að nú séu 60% líkur á að annar frambjóðandinn sigri í öllum sjö sveifluríkjunum. Ef það gengur eftir fær sá frambjóðandi rúmlega 300 kjörmenn en það þarf 270 kjörmenn til að sigra. Úrslit af þessu tagi væru því í raun „stórsigur“.
Enten segir að fylgi Donald Trump og Kamala Harris sé nú svo jafnt í öllum sveifluríkjunum sjö að ef sveiflan verður í sömu átt í þeim öllum, þá sigri viðkomandi frambjóðandi í þeim öllum.