fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Brynjar segir meiningar um hægri sveiflu byggða á misskilningi – „Ætli sé til merkingarlausari froða í íslenskum stjórnmálum?“

Eyjan
Föstudaginn 1. nóvember 2024 16:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóvember er runninn upp og styttist því heldur betur í kjördag. Það stefnir í miklar uppstokkun á Alþingi með töluverðri nýliðun. Margir eru farnir að merkja vissa hægri-sveiflu í skoðanakönnunum þar sem Viðreisn og Miðflokkur eru á blússandi siglingu og þó Samfylkingin mælist með mest fylgi allra flokka þá hefur fylgið þó dalað nokkuð síðustu vikur.

Brynjar Níelsson, fyrrum þingmaður, er þó ekki sammála því að það megi lesa hægri sveiflu úr könnunum, enda séu bæði Viðreisn og Miðflokkurinn til miðju frekar en til hægri. Hann skrifar á Facebook:

„Vissulega eru kjósendur og forysta Samfylkingarinnar loksins búnir að átta sig á því að gamaldags vinstri pólitík mun ekki bæta kjör nokkurs manns og allra síst fátækra. Fylgið í skoðanakönnunum er að fara til Samfylkingar, sem er enn dæmigerður skattaglaður vinstri flokkur með ást á ríkisafskiptum og ríkisumsvifum í sem flestu og svo til Viðreisnar og Miðflokksins, sem eru miðjuflokkar eins og formenn þeirra áréttuðu með skýrum hætti í Pallborðinu á Vísi í vikunni. “

Það bendi fátt eða ekkert til þess að Viðreisn sé hægri flokkur, hvað þá frjálslyndur, enda ekkert frjálslynt að ætla að koma landinu undir fána Evrópusambandsins. Eins hafi Viðreisn beitt sér fyrir óþarfa regluvæðingu á borð við jafnlaunavottun og annarri íþyngjandi löggjöf fyrir atvinnulífið, og beitt sér gegn tjáningarfrelsi.

„Virðist vera óþolandi í þeirra huga að menn geti refsilaust viðrað þá skoðun að kynin séu þrátt fyrir allt bara tvö. Frjálslyndum borgaralegum hægri flokkum er einnig umhugað um atvinnufrelsið og eignarréttindi. Flokkur, sem vill banna hvalveiðar og innkalla aflaheimildir sem menn hafa greitt fyrir og selja síðan hæstbjóðanda, er ekki frjálslyndur hægriflokkur.“

Hvað Miðflokkinn varðar þá hafi einhverjum dottið í hug að telja hann til hægri, jafnvel lengra til hægri en Sjálfstæðisflokk. Brynjar bendir á að staðsetning flokksins á hinum stjórnmálalega pól komi bókstaflega fram í nafni hans.

„Þessi flokkur var stofnaður af óánægðum framsóknarmönnum sem vildu helst stofna nýja Áburðarverksmiðju ríkisins til að skapa störf fyrir unga fólkið. Held að það sé útilokað að framsóknarmenn geti breyst í hægri flokk, hvað þá frjálslyndan hægri flokk. Nafnið á flokknum er ekki tilviljun. Að vera þjóðlegt íhald, eins gott og það getur verið í hófi, er ekki merki um sérstaka hægri pólitík enda má finna það í mörgum flokkum og meira a segja í Vg og ekki síst hjá forverum þeirra í gamla Alþýðubandalaginu. Vissulega má finna margt skynsamlegt í stefnumálum Miðflokksmanna, einkum það sem þeir hafa fengið að láni frá Sjálfstæðisflokknum, eins og nauðsynlegar breytingar á hælisleitendakerfinu og lögreglu- og öryggismálum. Miðflokkurinn leggur áherslu á skynsemi og Viðreisn á mennskuna. Ætli sé til merkingarlausari froða í íslenskum stjórnmálum.“

Brynjar viðurkennir þó að Sjálfstæðisflokkur eigi nú undir högg að sækja. Flokkurinn fái nú að gjalda fyrir ríkisstjórnarsamstarf en það hafi leitt til stöðnunar í orkumálum, stjórnleysi á landamærum og „lúxussplæsi þeirra sem halda að ríkissjóður sé ótæmandi auðlind“. Nú ætli kjósendur að refsa flokknum fyrir þessi brot.

„Nú á að refsa Sjálfstæðisflokknum ef marka má skoðanakannanir. Sjálfum finnst mér nær að verðlauna hann eða hengja á hann orðu fyrir að ná samt þetta góðum árangri í þessu samstarfi og við erfiðar ytri aðstæður“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”