fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Eyjan
Föstudaginn 8. nóvember 2024 17:08

Bergþór Ólason og Guðlaugur Þór Þórðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samræmt námsmat er mikilvægt tæki til að bæta stöðu íslenskra nemenda og menntakerfisins í heild. Það er kerfið sem hefur brugðist en ekki kennararnir, segja bæði Bergþór Ólason frá Miðflokknum og Guðlaugur Þór Þórðarsona frá Sjálfstæðisflokknum. Þeir tókust á og skiptust á skoðunum í kosningasjónvarpsþætti Eyjunnar. Einnig ræddu þeir útlendingamál og landamærin og virðast þar býsna samstiga þótt þeir hafi karpað um það hvort flokkurinn hafi átt frumkvæðið að hertum reglum á landamærunum. Guðlaugur Þór segir Ólöfu Nordal hafa hafið vegferðina er hún var dómsmálaráðherra en fengið lítinn stuðning annarra flokka. Bergþór segir Sjálfstæðisflokkinn hafa komið til í málaflokknum undanfarin misseri og nú taki hann skynsamlegri leiðsögn Miðflokksins.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild hér:

Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur
play-sharp-fill

Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur

Bergþór Ólason segir að sem betur fer hafi Sjálfstæðisflokkurinn verið að nálgast Miðflokkinn í málefnum útlendinga og landamæra undanfarna mánuði og misseri. Segist hann vona að sjálfstæðismenn muni áfram taka skynsamlegri leiðsögn Miðflokksins í þessum málum.

Hann segist vilja horfa til þess sem vel hefur tekist í Danmörku og nota það sem útgangspunkt við setningu nýrrar heildarlöggjafar um þennan málaflokk. Hrósar hann dönskum jafnaðarmönnum fyrir að hafa náð mjög góðum árangri. „Við eigum að nálgast þetta á þeim nótum að fólk sé ekki að koma hingað um langa vegu til að sækja um vernd heldur sé fólk að sækja um vernd á nærsvæðum sínum og við séum að bjóða fólki hingað með það í huga að geta hjálpað almennilega við aðlögun þess að íslensku samfélagi í gegnum kvótaflóttamannakerfið. Ég hef verið að horfa til þess að við nálgumst þetta þannig að við séum að hjálpa fleirum með því að setja þá á móti stuðning út til nærsvæða þessa fólks þar sem er hægt að ná miklu meiri árangri og hjálpa fleirum fyrir hverja milljón sem til málaflokksins rennur.“

Guðlaugur Þór segir augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn eigi samleið í þessum málaflokki. „Ég vil nú samt benda á að Miðflokkurinn var ekki til þegar Ólöf Nordal var að hefja þessa vegferð.“

Bergþór grípur fram í og segir Guðlaug Þór vilja kenna Miðflokknum um hluti sem gerðust þegar flokkurinn var ekki til þegar honum henti.

Guðlaugur Þór segir að þessi mál hafi því miður ekki komist í gegn þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í samstarfi við suma þá menn sem nú stýra Miðflokknum. „Það var dýrt. Það var dýrt að við skyldum ekki læra af því sem gerðist á Norðurlöndunum og það gagnast engum og hefur, eins og Bergþór nefnir, lagt gríðarlega mikið álag á innviði hjá okkur fyrir utan það að þetta eru fjárútlát sem í rauninni, þegar allt er saman tekið, gagnast engum. Miðflokkurinn má bara eiga það sem hann á. Aðalatriði málsins er þetta: Við verðum að vera með raunsæi þegar kemur að þessum málaflokki og við, eins og allar aðrar þjóðir, erum ekki í þeirri stöðu að geta tekið á móti öllum þeim sem hingað vilja koma, og það er mjög langur vegur frá. Fjölmennustu þjóðir heims geta það ekki heldur.“

Málinu víkur að menntamálum og þeim breytingum sem verið er að gera á námsmati í grunnskólunum.

Það er líka rétt, svo ég hrósi nú Bergþóri svolítið af því að ég hef kannski verið svolítið að sleppa því fram til þessa, að leið okkar til að hjálpa fátækari hluta heimsins er að gera það í þeirra nærsamfélagi.“

Guðlaugur Þór segir að ekki sé hægt að taka skólann eins og hann var þegar þeir Bergþór voru í skóla og borið hann saman við skólann eins og hann er núna. Hann grínast raunar aðeins með það að Bergþór sé miklu eldri en hann og í ljós kemur að hann er, jú, nokkrum mánuðum eldri.

Ég held að það sé mjög mikilvægt að segja það eins og það er, að það er mjög margt gott gert í skólakerfinu og kennarar eru upp til hópa mjög gott og hæft fólk sem er að vinna vel en augljóslega höfum við gert mistök og það er alveg ljóst að við getum og verðum að gera miklu betur. Við verðum að vita; þú verður að vita sem nemandi, sem foreldri, sem kennari og sem skóli, þá verðurðu að vita stöðuna á hverjum tíma fyrir sig, annars geturðu ekki tekið á þeim vandamálum sem upp eru komin.“

Hann fagnar aukinni ásókn í iðnnám og segir mikilvægt að við getum tekið á móti þeim nemendum. Þá verði að nýta nýjustu tækni og tryggja að við og börnin okkar fáum tækifæri til að vera þar í fremstu röð.

Bergþór segir það þyngra en tárum taki hversu mörgu ungu fólki þurfi að vísa frá iðnnámi. Hann segir það blasa við öllum að við séum ekki í góðum stað þegar kemur að menntakerfinu, kerfið hjá okkur sé eitt það dýrasta í heimi en sé það næst lakasta í Evrópu. „Við erum fylgjandi því að það sé samræmt mat, samræmd próf þar sem verið er að taka punktstöður, en ég held að það skipti máli að það sé aukið mat, aukinn samanburður, aukinn samkeppni, það eru hvatar sem þarf að virkja í þessu kerfi. Auðvitað eiga foreldrar að vita hvernig skóli barnsins stendur sig í samanburði við aðra skóla og þá er hægt að taka tillit til þeirra félagsfræðilegu og lýðfræðilegu staðreynda sem eru undirliggjandi í hverjum skóla fyrir sig. Það eru mjög margir sem upplifa umræðuna núna sem árás á kennara. Það held ég að sé ekki raunin, og alls ekki frá okkur. Við teljum að kerfið hafi verið brogað núna um nokkurt skeið og við verðum að hafa kjark til að laga það.“ Hann segist þess fullviss að kennarar hafi það fyrst og fremst í huga að veita nemendum sínum góða menntun.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Hide picture