fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Eyjan
Föstudaginn 8. nóvember 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og auk Vinstri grænna, undir forystu Steingríms J. Sigfússonar, var hann sá eini sem setti sig gegn því að Ísland leitaði eftir aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins við að endurreisa efnahag Íslands eftir bankahrunið 2008. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu Geirs H. Haarde, sem Ólafur Arnarson segir vera merka bók í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut.

„Við lestur bókarinnar áttar maður sig á því hve mikill yfirburðamaður Geir Haarde er að mörgu leyti vegna gáfna, reynslu og mikillar menntunar í þremur virtum háskólum í Bandaríkjunum. Óhætt er að segja að allt þetta hafi komið að góðum notum í þeim hrikalegu aðstæðum sem ríkisstjórn hans þurfti að glíma við þegar bankahrunið dundi yfir í heiminum með skelfilegum afleiðingum fyrir Ísland.“ Ólafur segir Geir hafa nýtt góða kosti sína til að „bjarga því sem bjargað varð“ við þessar erfiðu aðstæður. Í bókinni komi fram að ýmsir mikilvægir aðilar hafi ekki gert mikið gagn heldur þvælst fyrir. „Hann nefnir Össur Skarphéðinsson sem var þegar í nóvember 2008 byrjaður þreifingar um myndun vinstri stjórnar með Vinstri grænum sem komst svo á og reyndist vera versta ríkisstjórn lýðveldistímans á Íslandi. Þá fer ekki milli mála að formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, Davíð Oddsson, var fíllinn í herberginu. Geir fer þó tiltölulega mjúkum höndum um þennan gamla vin sinn og samherja úr Sjálfstæðisflokknum.“

Sá sem fær hörðustu dómana hjá Geir, og það verðskuldað að mati Ólafs, er Steingrímur J. Sigfússon. „Hann reyndi mikið að komast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningarnar 2007 en lagði fram svo óbilgjarnar kröfur að Geir leist ekki á blikuna og myndaði stjórn með Samfylkingunni. Samstarf hans og Ingibjarnar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, var gott og heiðarlegt. Upp úr samstarfi flokkanna slitnaði í byrjun árs 2009, ekki síst vegna alvarlegra veikinda þeirra beggja en þá hafði Ingibjörg að mestu misst tökin á Samfylkingunni vegna veikinda sinna og því fór sem fór.“

Ólafur segir áhrifamikið að lesa lýsingu Geirs Haarde á því hvernig var umhorfs í stjórnmálum á Íslandi haustið 2008 og hvað ráðherrar ríkisstjórnarinnar þurftu að gera við björgunarstörf sín. „Niðurstaðan varð sú að leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eftir aðstoð við endurreisn efnahagslífsins á Íslandi. Ljóst er að sú ákvörðun var rétt enda studdu hana flestir stjórnmálamenn aðrir en Vinstri grænir og svo formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, Davíð Oddsson.“

Hann segir Geir leggja þungt orð til þeirra sem báru ábyrgð á Landsdómsmálinu gegn honum, sem kallað hafi verið „níðingsverk“. Það mál hljóti að teljast ljótur blettur á íslenskum stjórnmálum síðari áratuga. „Geir mátti eyða tveimur árum af lífi sínu til að verjast í þessu máli sem aldrei hefði átt að koma upp. Enn á ný virðist Steingrímur J. Sigfússon hafa verið köngulóin sem spann vefina í því máli þó að hann héldi öðru fram og þættist hafa greitt atkvæði á Alþingi gegn Geir „með sorg í hjarta.“ Ógleði hefur trúlega sótt að einhverjum við þá yfirlýsingu.“

Af þeim fjórum bókum sem sumir helstu leikarar hruntímans hafa sent frá sér á þessu hausti telur Ólafur bók Geirs vera mikilvægasta. Hinar bækurnar eru eftir Ólaf Ragnar Grímsson, Steingrím J. Sigfússon og Svavar heitinn Gestsson. Ólafur segir bók Geirs vera þá einu sem leggi mikið markvert til sögunnar við uppgjör á þessum einstöku og hræðilegu tímum á Íslandi.

Náttfara í heilda má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”