fbpx
Fimmtudagur 07.nóvember 2024
Eyjan

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Eyjan
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að ná viðspyrnu og stefnir í sögulegt fylgistap ef marka má nýja könnun Maskínu fyrir Sýn. Vísir greinir frá.

Samkvæmt könnuninni verður Samfylkingin stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningar en fylgið er að dala, lækkar núna um tvö prósentustig frá síðustu könnun og er 20,9%.

Viðreisn er núna næststærsti flokkurinn með 19,4%. Fylgi Viðreisnar er á mikilli uppleið.

Miðflokkurinn er samkvæmt könnuninni fyrir ofan Sjálfstæðisflokkinn og fær 14,9%.

Sjálfstæðisflokkurinn er með 13,3% sem er fylgishrun.

Miðað við þessa könnun Maskínu eiga Píratar á hættu að falla af þingi því fylgið er í 4,9%.

Sósíalistar fá 4,5% og VG eru langt frá því að ná inn á þing, fá 3,2%.

Nýju framboðin frá lítið fylgi, Lýðræðisflokkurinn er með 1,7% og Ábyrg framtíð með 0,8%.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórðargleði hjá Degi sem sendir Sjálfstæðismönnum tóninn – „Sniðugt“

Þórðargleði hjá Degi sem sendir Sjálfstæðismönnum tóninn – „Sniðugt“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni – Tengdadóttirin send til Reykjavíkur í kjördæmarúllettu Framsóknarflokksins

Orðið á götunni – Tengdadóttirin send til Reykjavíkur í kjördæmarúllettu Framsóknarflokksins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir Sósíalista skilda útundan á fundi þar sem auðvaldið ætli að leggja flokkum línurnar – „Ísland er að breytast í verbúð í eigu örfárra auðugra ætta“

Segir Sósíalista skilda útundan á fundi þar sem auðvaldið ætli að leggja flokkum línurnar – „Ísland er að breytast í verbúð í eigu örfárra auðugra ætta“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: Meiri skilningur á fjárfestingarþörf í fólki hjá núverandi fjármálaráðherra en þeim fyrrverandi

Ásmundur Einar: Meiri skilningur á fjárfestingarþörf í fólki hjá núverandi fjármálaráðherra en þeim fyrrverandi