Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að ná viðspyrnu og stefnir í sögulegt fylgistap ef marka má nýja könnun Maskínu fyrir Sýn. Vísir greinir frá.
Samkvæmt könnuninni verður Samfylkingin stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningar en fylgið er að dala, lækkar núna um tvö prósentustig frá síðustu könnun og er 20,9%.
Viðreisn er núna næststærsti flokkurinn með 19,4%. Fylgi Viðreisnar er á mikilli uppleið.
Miðflokkurinn er samkvæmt könnuninni fyrir ofan Sjálfstæðisflokkinn og fær 14,9%.
Sjálfstæðisflokkurinn er með 13,3% sem er fylgishrun.
Miðað við þessa könnun Maskínu eiga Píratar á hættu að falla af þingi því fylgið er í 4,9%.
Sósíalistar fá 4,5% og VG eru langt frá því að ná inn á þing, fá 3,2%.
Nýju framboðin frá lítið fylgi, Lýðræðisflokkurinn er með 1,7% og Ábyrg framtíð með 0,8%.