fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Kosningaumfjöllun Eyjunnar: Miðflokkurinn er miðflokkur en ekki hægri flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, segir Guðlaugur Þór

Eyjan
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 19:00

Bergþór Ólason og Guðlaugur Þór Þórðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn er miðflokkur, ekki hægri flokkur, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Hann mætti Bergþóri Ólasyni, oddvita Miðflokksins í Kraganum í kosningaþætti á Eyjunni.

Guðlaugur Þór sagði engan mun vera á Miðflokknum og Flokki fólksins, enda kæmu þingmenn og frambjóðendur Miðflokksins að verulegu leyti úr Flokki fólksins. Hann sagði þingmál Miðflokksins ekki vera mörg en af þeim mætti sjá að Sjálfstæðisflokkurinn væri eini flokkurinn sem vildi aðhald í ríkisútgjöldum og skattalækkanir.

Bergþór sagði útgjaldavöxtinn í tíð fráfarandi vinstri stjórnar hafa verið algerlega stjórnlausan. „Við erum að tala um tvöföldun í nafnverðsútgjöldum og rúmlega 40 prósent að raunvirði á þessu tímabili og ég held að það séu mjög fáir sem upplifi að skattborgarar landsins hafi fengið eitthvað fyrir þennan pening. Ég get ekki tilgreint neitt þeirra stoðkerfa okkar; velferðarkerfið, menntamálin, húsnæðismálin og þar fram eftir götunum þar sem staðan er betri í dag heldur en fyrir sjö árum síðan.“ Hann sagði búið að hækka gjöld og skatta og nefndi sem dæmi græn gjöld og skatta. Enginn árangur væri sjáanlegur vegna þessa.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér:

Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur
play-sharp-fill

Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur

Guðlaugur sagði ekki rétt að enginn árangur væri sjáanlegur, Notkun jarðefnaeldsneytis hefði minnkað um 40 milljón tonn á ári. „Ef það er ekki árangur hvað er þá árangur? Við höfum fengið miklar tekjur af þessu samstarfi og erum búin að selja hér losunarheimildir eins og önnur ríki, einhverjir 15-16 milljarðar hafa farið í ríkissjóð. Þetta hafa verið mjög mikið ívilnanir og styrkir íi orkuskiptunum eins og við gerðum hér áður og byrjuðum á því í Viðreisnarstjórninni, 1967, í rauninni er þetta bara hitaveituvæðingin. Það voru alltaf aðilar sem voru á móti því, vildu halda sig við kol og gas og olíu.“ Hann sagði að forfeður okkar hefðu sem betur fer stigið fram með þeim hætti að við séum að nýta endurnýjanlega íslenska orku, sem hafi verið ein besta efnahagslega aðgerð sem við höfum farið í.“

Guðlaugur sagði að skattar hefðu lækkað um um það bil 300 milljarða króna og ósanngjarnt væri að halda því fram að ekkert hafi verið gert í þeim málaflokkum sem taka mestu fjármunina, annars vegar heilbrigðismálin og hins vegar félagsmálin.

Hann sagði eina þingmál Miðflokksins á þessu kjörtímabili hafa verið útgjaldafrumvarp um að auka stuðning við landbúnaðinn. Frambjóðendur Miðflokksins sem mikið til komi úr Flokki fólksins, t.d. hafi frambjóðandi í Reykjavík norður haft það að keppikefli að koma á ríkisrekinni áburðarverksmiðju.

Bergþór sagði þá lækkun á útblæstri sem Guðlaugur hefði nefnt vera tilkomna vegna tækniþróunar en ekki grænna skatta. Engum ráðherra hefði enn tekist að sýna fram á samhengi kolefnisgjaldanna og þeim miklu álögum sem þeim fylgja og þeim árangri sem hefði náðst.

Hitt atriðið sem Guðlaugur nefndi, að hér hefði orðið 300 milljarða skattalækkun, en þá verður að hugsa hver núllpunkturinn er í þeim samanburði. Núllpunkturinn er dagurinn þegar Jóhanna og Steingrímur hrökkluðust frá völdum, þegar það var búið að skrúfa alla skatta í topp. Það er samanburðartalan. Sjálfstæðisflokkurinn ætti auðvitað að bera saman, bíddu hvernig er skattheimtan núna miðað við það þegar flokkurinn raunverulega réð hérna ríkjum, 2006 t.d. Hvernig væri skattheimtan í dag ef þau viðmið væru notuð? Ég er hræddur um að þá væri talan í hina áttina.“

Guðlaugur svaraði því til að sjálfstæðismenn hefðu ekki fundið fyrir stuðningi Miðflokksins/Framsóknarflokksins þegar kom að því að afnema skattana. Sjálfstæðisflokkurinn hefði þurft að leiða þá vegferð.

Hér er hægt að hlusta á þáttinn:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skólamál: Afglöp hjá ráðherra – nokkur ár er langur tími í æsku eins barns

Skólamál: Afglöp hjá ráðherra – nokkur ár er langur tími í æsku eins barns
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “
Hide picture