Fjölmiðlar vestanhafs hafa lýst yfir sigri hans eftir að hann vann sigur í Pennsylvaníu, mikilvægu sveifluríki, og á Kamala Harris ekki lengur möguleika á að tryggja sér jafn marga kjörmenn og hann. Donald Trump mun því taka við embætti forseta Bandaríkjanna á nýjan leik á nýju ári en hann var sem kunnugt er forseti á árunum 2016 til 2020, áður en Joe Biden var kjörinn forseti.
Sjá einnig: Lýsa Trump sigurvegara kosninganna
Meðfylgjandi myndir voru teknar fyrir utan samkomu stuðningsmanna Harris og er óhætt að segja að margir hafi verið í áfalli þegar þeim varð ljóst að sigurinn væri að renna Harris úr greipum.