fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Hildur vill skera niður „grobbsjóð borgarstjóra“

Eyjan
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 16:30

Hildur Björnsdóttir og Einar Þorsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 var lögð fram í gær og fóru í kjölfarið fram oddvitaumræður í borgarstjórn. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, beindi þar sjónum sínum meðal annars að rekstri skrifstofu borgarstjóra og vakti þar sérstaka athygli á liðunum Samskiptamál, markaðs- og viðburðamál, almannatengsl og auglýsingar. Benti hún á að á næsta ári muni þessir málaflokkar kosta borgarbúa tæpar 300 milljónir króna.

Alls er gert ráð fyrir að 198 milljónir fari í samskiptamál, 97 milljónir í markaðs- og viðburðamál, 2,7 milljónir í almannatengsl og 1,6 milljónir í auglýsingar. Samtals 299,3 milljónir króna.

Sagði Hildur að fjárhæðin skyti skökku við þegar einu hagræðingaraðgerðir meirihlutans hafi snúið að skertri þjónustu við íbúa, en við blasi fjöldi vannýttra tækifæra til að skera niður í yfirbyggingunni. „Hvernig væri að tryggja hér gott úrval bóka fyrir íslensk grunnskólabörn og rúman opnunartíma sundlauga, en skera niður þennan grobbsjóð borgarstjóra? Þessi forgangsröðun er með ólíkindum“, sagði Hildur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”