fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Eyjan

Margir haft samband við Höllu Hrund sem útilokar ekki að fara í framboð

Eyjan
Miðvikudaginn 9. október 2024 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og fráfarandi orkumálastjóri, útilokar ekki að taka þátt í stjórnmálum í framtíðinni. Halla er spurð út í þetta í Morgunblaðinu í dag en hún lætur af störfum sem orkumálastjóri um áramót þegar ný Orku- og umhverfisstofnun tekur við.

„Á mér brenna ýmis mál og fjöl­marg­ir hafa verið í sam­bandi við mig, bæði úr stjórn­mál­um og af öðrum vett­vangi,“ seg­ir Halla við Morgunblaðið í dag.

Í frétt blaðsins kemur fram að Halla hafi verið í „óformlegri umræðu fólks á meðal og gjarnan verið orðuð við pólitíska þátttöku“ eins og það er orðað. Halla þótti standa sig vel í forsetakosningunum og leiddi hún lengi vel í skoðanakönnunum. Hún endaði með 15,7% greiddra atkvæða.

Halla segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um næstu verkefni, en eftir áramót heldur hún til kennslu við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum.

„Hvað svo verður kem­ur í ljós með vor­inu. Það sem er fast í hendi er að framtíðin er spenn­andi og í henni vil ég leggja mitt af mörk­um til að landið okk­ar, auðlind­ir þess og sam­fé­lag allt dafni, eins og ég lagði áherslu á með for­setafram­boði mínu síðasta vor,“ seg­ir hún við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hápunktur sjúklingsferilsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Hápunktur sjúklingsferilsins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gunnarsson: Stjórnarslit núna hækka verðbólguvæntingar og lengja í efnahagsbatanum

Jón Gunnarsson: Stjórnarslit núna hækka verðbólguvæntingar og lengja í efnahagsbatanum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Peningamaskínan Trump selur úr á 13 milljónir

Peningamaskínan Trump selur úr á 13 milljónir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skuggasundið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skuggasundið