fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Eyjan

Hagstofan taldi óvart 5.000 einstaklinga í fæðingarorlofi sem ríkisstarfsmenn – „Villur í opinberum gögnum eru hið versta mál“

Eyjan
Miðvikudaginn 9. október 2024 13:36

Hagstofa Íslands, Borgartún 21a

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir mistök voru fimm þúsund einstaklingar í fæðingarorlofi ranglega taldir starfsmenn ríkisstofnana í opinberum gögnum Hagstofunnar. Frá þessu greinir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.

Þessi mistök komu fram í sérvinnslu sem Bjarni óskaði eftir í tilefni opinberra talna Hagstofunnar um umsvif á vinnumarkaði í júlí. Því liggur fyrir að fjölgun ríkisstarfsmanna var ofmetin samhliða lengingu fæðingarorlofs. Bjarni segir þessa villu vera hið versta mál sérstaklega þegar þær leiða til tilhæfulausrar umræðu um útþenslu hins opinbera.  Bjarni hefur nú komið að stað vinnu til að bæta opinbera hagskýrslugerð þar sem röng gögn geta stundum verið verri en engin.

Bjarni skrifar á Facebook:

„Fimm þúsund manns í fæðingarorlofi voru ranglega talin starfsmenn ríkisstofnana í opinberum gögnum Hagstofunnar. Ríkisstarfsmenn ofmetnir um 5.000 manns.
Þetta kemur fram í sérvinnslu sem ég óskaði eftir í framhaldi af opinberum tölum stofnunarinnar um umsvif á vinnumarkaði í júlí. Af þessu leiðir að fjölgun starfsmanna ríkisstofnana hefur verið ofmetin samhliða lengingu fæðingarorlofs.

Undanfarið ár hefur tæplega 90% fjölgunar á vinnumarkaði raunar verið í einkageiranum, þvert á það sem reglulega er haldið fram í opinberri umræðu. Hlutfallsleg fjölgun í einkageiranum og hjá hinu opinbera er nokkurn veginn sú sama – um 1%.

Villur í opinberum gögnum eru hið versta mál, ekki síst þegar þær verða grundvöllur umræðu um útþenslu hins opinbera sem enginn fótur reynist fyrir. Eða þegar hagvöxtur er vanmetinn um það sem nemur hagvexti í eðlilegu árferði.

Það er mikilvægt að fjölmiðlar og almenningur sýni stjórnvöldum aðhald þegar kemur að útþenslu hins opinbera. Aðhald í ríkisrekstrinum er enda yfirlýst forgangsmál okkar, til að styðja við áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. En þegar gögnin standast ekki skoðun, þá gerir umræðan það ekki heldur.

Á þeim grundvelli hef ég komið af stað vinnu til að bæta opinbera hagskýrslugerð. Röng gögn geta nefnilega verið verri en engin og þangað viljum við ekki fara.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn