fbpx
Þriðjudagur 11.mars 2025
Eyjan

Þórhildur Sunna hafnar að hafa brotið persónuverndarlög – Skjáskot sem bárust þingflokknum hafi ekki farið í dreifingu

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 8. október 2024 11:33

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að hvorki hún né þingflokkurinn hafi beitt sér gegn lýðræðislega kjörinni stjórn flokksins. Einnig hafnar hún því að hafa brotið persónuverndarlög.

Þetta skrifar Þórhildur í færslu á samfélagsmiðlum. Tilefnið er færsla Atla Þórs Fanndal, fyrrverandi samskiptastjóra, sem sagði að þingflokkurinn hefði brotið á sér með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Gögnum hafi verið dreift á meðal „flokkseigenda“ og grafið undan réttkjörinni stjórn.

„Undanfarið hefur fyrrverandi samskiptastjóri þingflokks Pírata endurtekið lýst óánægju sinni með þingflokkinn í fjölmiðlum í kjölfar þess að honum var sagt upp störfum,“ segir Þórhildur. Segir hún trúnaðarbrest hafa orðið í starfssambandinu og hefðbundin vinnuréttarleg sjónarmið hafi legið að baki uppsögn fyrrum starfsmanns þingflokksins.

Sjá einnig:

Sárnar fréttaflutningur um sinn meinta hlut í hallarbyltingu innan Pírata – „Ég finn mig knúna til að árétta nokkur atriði“

„Ég ítreka að hvorki ég né þingflokkur Pírata höfum beitt okkur gegn lýðræðislega kjörinni stjórn félagsins, hvað þá reynt að steypa henni af stóli,“ segir hún en geti ekki tjáð sig um mál einstakra fyrrum starfsmanna. „Því fer fjarri að ég eða aðrir í þingflokki Pírata hafi farið á svig við persónuverndarlög. Umrædd skjáskot, sem bárust þingflokknum og minnst hefur verið á í fjölmiðlaumfjöllun, fóru ekki í nokkra dreifingu eins og ranglega hefur verið haldið fram.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún: Ekki að reyna að búa til nýjan Sjálfstæðisflokk – bara minna á fyrir hvað hann hefur alltaf staðið

Þórdís Kolbrún: Ekki að reyna að búa til nýjan Sjálfstæðisflokk – bara minna á fyrir hvað hann hefur alltaf staðið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Í hvaða álfu eru íslenskir flokkar?

Sigmundur Ernir skrifar: Í hvaða álfu eru íslenskir flokkar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður SÍA: Skammtímahugsun getur skemmt fyrir vörumerki til lengri tíma – snýst um sköpunarkraftinn

Formaður SÍA: Skammtímahugsun getur skemmt fyrir vörumerki til lengri tíma – snýst um sköpunarkraftinn