fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Segir synjun fjölmiðlalaganna hafa eyðilagt íslensk stjórnmál

Ólafur Arnarson
Þriðjudaginn 8. október 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Synjun fjölmiðlalaganna 2004 markaði upphafið að stórkostlegri hnignun íslenskra stjórnmála og vart þarf að fjölyrða um það afleita ástand sem ríkt hefur á Alþingi undanfarin kjörtímabil. „Svo virðist sem forystumenn Sjálfstæðisflokks hafi í kjölfar fjölmiðlamálsins dregið þá ályktun að þeir hafi misst það forskot í fjáröflun og velvild einkarekinna fjölmiðla sem þeim var búið fyrrum og því tóku þeir þátt í að ná samstöðu á Alþingi árið 2006 um að ríkisvæða stjórnmálaflokkanna og svo gott sem banna styrki fyrirtækja — þar sem þeir máttu ekki vera hærri en 300 þúsund krónur. Sjálftaka flokkanna úr vösum skattgreiðenda síðan þá er gríðarleg, en á árunum 2010 til 2022 úthlutuðu flokkarnir sér sjö milljörðum króna úr ríkissjóði (miðað við verðlag ársins 2022). Hér eru ótaldir styrkir sveitarfélaga og laun pólitískra aðstoðarmanna þingmanna og ráðherra sem eru samtals orðnir um fimmtíu talsins.“

Þessa skoðun setur Björn Jón Bragason, lögfræðingur og sagnfræðingur, fram í nýjasta pistli sínum á Eyjunni. Tilefni skrifa Björns Jóns er nýútkomin bók Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands, upp úr dagbókarfærslum hans frá tímum fjölmiðlalaganna og Icesave.

Björn Jón segir afleiðingu synjunar fjölmiðlalaganna og þá ríkisvæðingu stjórnmálaflokkanna sem fylgdi í kjölfarið vera þá að félagsstarf í flokkunum, hið eiginlega flokksstarf, sé farið veg allrar veraldar, lítil sem engin stefnumótun eigi sér stað, ríki og flokkar hafi ruglað saman reytum og svokölluð „grasrót“ í flestum flokkum sé ekkert annað en samansafn fáeinna bitlingaþega.

Ólafur Ragnar orðaði það svo á sínum tíma að myndast hefði „gjá milli þings og þjóðar“. Leiða má að því rök að ein alvarlegasta afleiðing átakanna um fjölmiðlamálið til langs tíma hafi orðið fullkomið vantraust á stjórnmálin. „Lýðræðisbyltingin“ sem Ólafur Ragnar sá fyrir sér varð ekki — þvert á móti átti sér stað niðurbrot stjórnmálastarfs, atgervisflótti af þingi og afleiðingin er sambandsleysi almennings og sístækkandi stjórnmálastéttar.“

Ríkisvæðing stjórnmálaflokkanna hefur, eins og Björn Jón bendir réttilega á, myndað sambandsleysi milli stjórnmálastéttarinnar (flokkanna) og almennings í landinu (kjósenda). Hér áður fyrr þurftu flokkarnir að leita til stuðningsmanna sinna eftir fjárframlögum til að standa undir flokksstarfinu og kosningabaráttu. Þetta er liðin tíð. Fyrir vikið hefur samtalið milli stjórnmálaflokkanna og kjósenda rofnað.

Stjórnmálaflokkarnir þurfa ekki lengur að efna til samtals við kjósendur og taka mið af vilja þeirra í því skyni að tryggja fjárhagsgrundvöll flokksstarfsins. Þetta hefur smám saman leitt til þess að stefnumótun og ákvarðanataka í flokkunum færist á hendur örfárra forystumanna þeirra, innanbúðarmanna á flokksskrifstofunni, sem hvorki þurfa né vilja, að því er virðist, hafa mikið saman við almenna stuðningsmenn flokkanna að sælda. Vitaskuld er hér um ákveðna alhæfingu að ræða og sambandsleysið er án efa mismikið eftir flokkum og einstökum stjórnmálamönnum.

Líkast til er ástandið verst hjá þeim flokkum sem sitja og hafa setið lengi í ríkisstjórn. Sjá má t.d. skýra fylgni milli ríkisvæðingar stjórnmálaflokkanna og fallandi fylgis Sjálfstæðisflokksins. Efast má um að stjórnmálaflokkur, sem ætti sitt undir stuðningsfólkinu, en gæti ekki treyst á að fá feitan tékka frá ríkinu á hverju ári, hefði t.d. tekið ákvörðun um að svíkja fyrirvaralaust loforð allra helstu forystumanna flokksins við stóran hóp kjósenda flokksins, eins og Sjálfstæðisflokkurinn gerði varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið fyrir um áratug.

Þegar stjórnmálaflokkar missa sambandið við stuðningsmenn sína og hætta að hlusta á þá, þegar skoðanir kjósenda hætta að heyrast og hætta að skipta kjörna fulltrúa þeirra máli er hættan sú að upp komi trúnaðarbrestur milli flokkanna og kjósenda og kjósendur fari sína leið. Þetta er veruleiki ríkisstjórnarflokkanna og raunar fleiri flokka. Því má taka undir þá skoðun Björns Jóns að þessi ríkisvæðing stjórnmálaflokkanna hafi einmitt skapað almennan trúnaðarbrest milli þings og þjóðar og eyðilagt stjórnmálin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?