fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Jón Gunnarsson: Ættum að skoða aðild okkar að EES – fríverslunarsamningur kannski betri

Eyjan
Þriðjudaginn 8. október 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að margt gott hafi komið með inngöngunni í EES á sínum tíma væri athugandi fyrir okkur Íslendinga að skoða það að ganga út úr því samstarfi og gera sérstakan fríverslunarsamning við Evrópusambandið, sérstaklega ef Norðmenn fara slíka leið. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur líklegt að án aðildar að EES hefðum við Íslendingar sjálfir innleitt t.d. reglur um neytendavernd sem EES samningurinn skyldar okkur til að innleiða. Hann nefnir t.d. afnám tolla og vörugjalda fyrir nokkrum árum máli sínu til stuðnings. Hann segir það vera grunnþörf hvers samfélags að vera sem mest sjálfbært í matvælaframleiðslu. Jón er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlýða má á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Jon Gunnarsson - 5
play-sharp-fill

Eyjan - Jon Gunnarsson - 5

„Nú er komin af stað umræða í Noregi um það hvort það sé rétt fyrir þá, og þar með kannski EFTA-ríkin þar sem þeir eru nú burðarásinn í því, að skoða það hvort menn eigi bara að ljúka þessu samstarfi og fara bara í að gera fríverslunarsamning við Evrópusambandið og ég velti því alveg fyrir mér – mér finnst full ástæða til að skoða það,“ segir Jón.

Hann segir engan vafa leika á því að EES samningurinn hafi fært okkur mjög mikið á sínum tíma. Þegar spyrjandi skýtur því inn í að t.d. hafi neytendavernd eins og við þekkjum hana komið til hér á landi beinlínis vegna aðildar okkar að EES, segir Jón:

„Hefði hún ekki komið hvort eð er? Erum við ekki alltaf að spegla okkur? Í öllu laga- og regluverki okkar erum við með ofboðslega miklar viðmiðanir við Evrópu.“

Við vorum óskaplegir eftirbátar Evrópu þangað til við fórum í þetta innleiðingarferli eftir að við gengum í EES.

„Alveg hárrétt. Við þurftum að bæta okkur og við höfum verið að gera það. Það má vel segja að það hafi ýtt við okkur og hjálpað til en mér finnst líka mjög líklegt að við hefðum bara gert þetta í samræmi við Norðurlandaþjóðirnar, alveg eins og þegar við fórum í það og Bjarni Benediktsson tók ákvörðun um það að fella niður alla tolla og vörugjöld meira og minna til að greiða hér fyrir eðlilegum viðskiptaháttum og auka á samkeppnishæfni okkar í verslun og viðskiptum.“

Af hverju er það ekki gert með t.d. matvæli?

„Við vorum miklir eftirbátar að mörgu leyti í því umhverfi Við breyttum því en það voru engar skyldur frá Evrópusambandinu að gera það. Það voru ekki skyldur á okkur að fella niður tolla á vörur frá Kína, á fötum, sem gjörbreytti markaðsverði hér á fötum.“

Þetta er hárrétt sem þú segir. Þetta gjörbreytti hlutunum hér á landi og styrkti mjög stöðu íslenskrar verslunar en við höldum mjög fast við það að vera með mjög strangt kerfi þegar kemur að tollum og innflutningstakmörkunum á matvæli. Af hverju tökum við ekki tollana þar?

„Við erum það eins og allar aðrar þjóðir. Allar aðrar þjóðir sem þú horfir til, og ekki síst í Evrópusambandinu …“

En innan Evrópusambandsins er ekki slíkt og matvælaverð þar er miklu lægra en hjá okkur …

„Já, en við erum eyland í norðri. Við búum svolítið við það og við erum 103 þúsund ferkílómetra land þar sem búa 380 þúsund manns í dag og hefur reyndar fjölgað mjög á síðustu árum. Við getum sagt að við höfum verið að búa hér 300 þúsund og upp úr því bara á síðustu árum.“

En það er hægt að lækka matarreikning fjölskyldunnar, það er talað um það sé hægt að lækka hann um bara 30 prósent.

„En af hverju eru aðrar þjóðir með tollmúra og vernd? Af hverju lækkar ekki Evrópusambandið enn meira verðlag hjá sér á landbúnaðarafurðum með því bara að hleypa inn vörum frá Asíu?“

En við getum bætt hag íslenskra neytenda með því að fara inn í þessa tollamúra Evrópu.

„Það er samspil á milli matvælaframleiðslu í landinu og markaðarins og það er auðvitað ein af grunnþörfum hvers samfélags að vera sem mest sjálfbær í matvælaframleiðslu.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Hide picture