fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Eyjan

Góð lögga, slæmt stríð

Eyjan
Þriðjudaginn 8. október 2024 10:28

Guðrún Bergmann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein eftir Guðrúnu Bergmann, rithöfund, fyrirlesara og heilsu- og lífsstílsráðgjafa:

GÓÐ LÖGGA, SLÆMT STRÍÐ

Það er kannski frekar óvanalegt að lögreglumenn, sem hætti störfum í lögreglunni berjist fyrir breytingum á lögum, sem þeir hafa verið að vinna eftir meðan þeir voru í löggunni. Þeir eru samt nokkuð margir, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi og hafa stofnað samtökin LEAP, sem starfa í báðum löndum, en skammstöfunin stendur fyrir Law Enforcement Action Partnership.

Einn af þessum lögreglumönnum er Neil Woods sem er formaður LEAP í Bretlandi, fyrrum lögreglumaður og fíkniefnalögga sem vann í dulargervi (undercover) frá 1993 til 2007. Neil er einn af fyrirlesurunum á alþjóðaráðstefnunni HEMP FOR THE FUTURE, sem haldin verður í Salnum í Kópavogi dagana 11. og 12. október, en hann mun flytja fyrirlestur báða dagana.

Fyrri daginn fjallar hann ásamt ljósmyndaranum og umhverfissinnanum Maren Krings um mikilvægi hampræktunar sem mótvægi gegn gróðurhúsalofttegundum. Síðari daginn mun hann fjalla um stefnu LEAP, en hún er að hvetja til þess að gerðar verði breytingar á lögum um fíkniefni og réttarkerfi landa til að draga úr glæpaklíkum.

EIGA ÖLL AÐ BAKI ÖMURLEGA ÆSKU

Við vinnu sína sem fíkniefnalögga var Neil á götunni og kynntist þar neytendum og vann sig síðan upp eftir röðinni upp í efstu raðir glæpasamtakanna. Neil segir að næstum allir neytendur eigi það sameiginlegt að hafa átt ömurlega æsku og flýji í fíknir til að fela sársaukann sem að baki liggur.

Hann telur rétt að tekin verið upp gömlu fíkniefnalögin sem giltu í Bretlandi, þar sem fíklar fengu skammta frá heilbrigðisyfirvöldum og hjálp við að vinna úr áföllum sínum, en ekki að þetta fólk sé það sem sakfellt er meðan aðrir sleppa.

BURGER BAR GENGIÐ

Eitt stærsta mál sem Neil ljóstraði upp um tengdist hinu alræmda Burger Bar gengi í Birmingham. Þegar allar sannanir sem Neil hafði safnað lágu fyrir komu margar lögreglusveitir að samræmdum aðgerðum við að handtaka 96 manns, sem allir fengu dóma fyrir fíkniefnasölu, morð á tveimur konum og skipulagða glæpastarfsemi.

Eftir handtökuna fékk Neil hins vegar að vita frá samstarfsmönnum sínum að fíkniefnamarkaðurinn þar hefði aðeins legið niðri í tvo tíma. Þá var nýtt gengi komið með völdin og byrjað að dreifa. Það er þetta sem hann og félagar hans, fyrrum lögreglumenn eru að berjast á móti, því “stríðið” vinnst aldrei á meðan lögin eru eins og þau eru.

NEIL SKRIFAÐI BÓK

Með hjálp blaðamannsins JS Rafaeli skrifaði Neil Woods bókum reynslu sína af götunni og starfinu þar. Hún ber heitið GOOD COP BAD WAR, en hlekkur inn á hana er hér fyrir neðan. Viðtal við Neil Woods má finna á YouTube rás minni og svo er tilvalið að mæta í Salinn í næstu viku og hlusta á hann og spyrja hann svo spjörunum úr. Hann er tilbúinn til að svara öllum spurningum sem til hans er beint.

Hér er slóð inn á vefsíðu ráðstefnunnar þar sem hægt er að kaupa miða til að hlusta á Neil og aðra frábæra fyrirlesara

Hér er slóð inn á vefsíðu Neil Woods

Hér er slóð inn á vefsíðu LEAP

Hér er slóð inn á bókina hans Neil Woods

“Fyrsta fórnarlamb allra stríðsátaka er sannleikurinn og stríðið gegn eiturlyfjum er þar engin undanteking.” – Neil Woods

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn