fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Jón Gunnarsson: Sala flugvélar landhelgisgæslunnar og sameining sýslumannsembætta hefði sparað milljarða og bætt þjónustu

Eyjan
Mánudaginn 7. október 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sameining sýslumannsembætta hefði sparað 7-800 milljónir á hverju ári og sala á flugvél Landhelgisgæslunnar og leiga á afnot af flugvél frá flugrekanda í staðinn hefði sparað sex milljarða á áratug og veitt vísindamönnum betri aðgang að upplýsingum en vél gæslunnar býður nú upp á. Jón Gunnarsson segir að þrátt fyrir þetta hafi hann sem ráðherra verið rekinn til baka með bæði þessi mál, en sparnaðurinn og hagræðingin sem af hefði hlotist er birtingarmynd sjálfstæðisstefnunnar. Jón er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlusta má á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Jon Gunnarsson - 4
play-sharp-fill

Eyjan - Jon Gunnarsson - 4

„Ég var rekinn til baka með hagræðingu hjá Landhelgisgæslunni – sölu flugvélarinnar og fara þá leið sem nágrannaþjóðirnar eru að gera, og okkar útreikningur sem við bara stöndum við í dag …“

Þú nefnir sölu flugvélar Landhelgisgæslunnar. Þá var ekki hugmyndin að Landhelgisgæslan væri ekki með flugvél, eða hvað?

„Jú, jú.“

Þarf ekki Landhelgisgæslan að hafa flugvél?

„Jú, hún þarf að hafa aðgang að flugvél en hún þarf ekkert að reka hana. Það er ofboðslega dýrt, þetta þekkja allir í flugrekstri. Ég lærði nú flug á sínum tíma þó að ég færi ekki áfram í því, átti flugvél og flaug sjálfur svolítið um tíma,“ segir Jón.

Hann segir kostnað við rekstur flugvélar vera gríðarlega mikinn. „Að vera með eina vél, allan varahlutalager, sérþekkinguna í kringum það, áhafnir, flugvirkja sem hafa réttindi til að vinna í þessari vél. Hinum megin við vegginn er annað fyrirtæki sem heitir Icelandair, sem rekur fimm svona vélar af sömu tegund, er með alla flugvirkjana sem kunna á þær og hafa réttindin, allan varahlutalagerinn sem þarf í það. Þeir eru með flugmennina sem geta flogið þeim. Það var aldrei rætt við þá um þetta. Ég ræddi við þá og þeir voru alveg tilbúnir að setjast niður og tala við okkur.“

Jón segist hafa kynnt sér þessi mál á Norðurlöndunum, í Bretlandi og á Írlandi. „Þeir bara buðu þetta út. Og vef við reiknuðum bara samninginn við þetta flugfélag, sem ég hitti síðan – þeir komu í heimsókn til okkar. Tæknin þeirra er betri, nútímatækni, minni vél, hraðfleygari, flýgur hærra, miklu ódýrari í rekstri og vísindamenn þurfa ekki að vera um borð, þeir geta allir verið niðri í Skógarhlíð í stjórnstöðinni og fylgst með beint úr vélinni á skjáum þar. Þá fá fleiri miklu betri upplýsingar. Ef við bara tókum samninginn, sem Noregur er með við þetta félag, og teiknuðum hann upp fyrir Ísland þá reiknaðist okkur til – og við stöndum við þá útreikninga hvað sem aðrir eru að segja – að það hefðu sparast sex milljarðar á tíu árum miðað við að kaupa vél og reka hana.“

Jón segist hafa verið rekinn til baka með þetta. „Þarna er sjálfstæðisstefnan aftur, þessar sameiningar ríkisstofnana, ná hagræðingu. Ummæli fjármálaráðuneytisins um sameiningarfrumvarp mitt um sýslumenn, sem ég kom ekki í gegn, voru þau að þetta myndi leiða til hundruð milljóna króna sparnaðar, ég ætla að segja svona 7-800 milljónir á ári, en betri þjónusta út um landið. Þetta er sjálfstæðisstefnan.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Hide picture