fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Vilhjálmur Birgisson: Ásdís brýtur samkomulag vegna kjarasamninga með skattahækkunum – á sér engar málsbætur

Ólafur Arnarson
Laugardaginn 5. október 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nei, Ásdís þú átt þér engar málsbætur yfir þessar duldu skattahækkun á bæjarbúa í Kópavogi og mikilvægt að öll þjóðin og fjölmiðlar átti sig á hvað þið eruð að gera og ég trúi ekki að hinn almenni Sjálfstæðismaður styðji þessa skattahækkun á barnafólk í Kópavogi. Enda er hér um splunkunýja aðferð að ræða sem mér vitanlega hefur aldrei verið notuð áður, að tengja gjaldskrárhækkanir við launavísitölu,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson á þráð á Facebook síðu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, nú í morgun.

Orðum sínum beinir Vilhjálmur til Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs en mikil orrahríð hefur staðið milli Vilhjálms og Ásdísar vegna þeirrar stefnu meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi að uppfæra gjaldskrár bæjarins fjórum sinnum á ári út frá launavísitölu, sem undanfarinn áratug hefur hækkað meira en tvöfalt á við vísitölu neysluverðs.

Eins og Eyjan greindi frá í vikunni segir Vilhjálmur þessa ákvörðun meirihlutans í Kópavogi ýta undir verðbólgu og í raun vera sérstaka gjaldskrárhækkun á barnafólk í bænum.

Seint í gær svarar Ásdís Vilhjálmi í færslu og segir skrif hans verða að teljast með nokkrum ólíkindum.

Sú staðhæfing þín að gjaldskrá Kópavogs sé meira verðbólguvaldandi en aðrar, í ljósi þess að hún breytist í takt við hækkun á liðnum raunkostnaði, er auðvitað óskiljanleg og hlýtur að byggjast á misskilningi, ef ekki einhverjum öðrum pólitískum hvötum. Það gefur augaleið að til að tryggja verðstöðugleika í þessu landi þurfa laun að hækka í samræmi við verðmætasköpun,“ skrifar Ásdís.

Nú í morgun svarar Vilhjálmur henni og skrifar m.a.:

Já, þessi skrif mín eru með ólíkindum enda þessi nýja skattaaðferðafræði ykkar við að hækka gjöld á íbúa með ólíkindum. Það hefur komið fram í skrifum þínum að þið hafið verið að hækka gjaldskrár út frá spá um verðlagsþróun (hækkun á neysluvísitölu Hagstofunnar).

Núna ætlið þið að miða þessar gjaldskrárhækkanir við launavísitölu sem hækkar miklu, miklu meira en neysluvísitalan sem miðað hefur verið við hingað til. Ekki reyna Ásdís að blekkja fólk með því að reyna að halda því fram að þarna sé verið að beita sanngjarnari aðferð við að hækka gjaldskrár bæjarins og nota orðið raunkostnaður.

Það liggur fyrir að launavísitalan hefur á síðustu 10 árum hækkað um 107% en neysluvísitalan um 49%. Þetta þýðir einfaldlega umtalsverðar skattahækkanir á gjaldskrám Kópavogs. Þú veist alveg hvað þetta þýðir og talar um að taka smá skref í einu í stað þess að hækka gjaldskrár í einu skrefi. Málið er að þessi „smáu“ skref sem þú talar um verða að einu risastóru skrefi enda leggjast hækkanir sem koma t.d. á öðrum ársfjórðungi ofan á hækkun sem kom á fyrsta ársfjórðungi og svo koll af kolli. Þessu til viðbótar eru skref launavísitölunnar mun stærri en skref neysluvísitölunnar, þetta veistu og um það snýst þetta mál. Þetta er ný aðferðafræði við skattlagningu sem mun leggja meiri álögur á bæjarbúa Kópavogs og hættan við það ef þið komist upp með þetta er að þessi nýja skattpíningaraðferð ykkar flæði yfir í önnur sveitarfélög og ríki sem og verslun og þjónustu.“

Vilhjálmur hafnar því að gagnrýni hans byggist á misskilning og bendir á þá augljósu staðreynd að launavísitalan hækkar langtum meira en neysluvísitalan, auk þess sem verið sé að innleiða margfeldisáhrif.

Varðandi það hvort gagnrýni hans sé af pólitískum hvötum skrifar hann:

„... já, það er rétt hjá þér ég er rekinn áfram af verkalýðspólitískum hvötum enda vorum það við í verkalýðshreyfingunni sem lögðum allt undir í síðustu kjarasamningum. Sömdum til langs tíma með hófstilltum hætti til að skapa hér skilyrði fyrir lækkun verðbólgu og vaxta og að ríki, sveitarfélög og verslun og þjónusta myndu halda aftur af gjaldskrár- og verðhækkunum. Nú hefur komið í ljós að Kópavogur ætlar ekki að vera með í þeirri vegferð sem er afar dapurlegt og það af flokki sem kennir sig við að tryggja lægri skatta og álögur á einstaklinga, fyrirtæki og heimili. Þetta er það sem ég er að berjast fyrir enda tel ég mig bera ábyrgð gagnvart launafólki á að þessi tilraun okkar um að semja til langs tíma með hófstilltum hætti gangi upp.

Ég hef m.a. haft samband við Samtök atvinnulífsins og gert alvarlegar athugasemdir við þessa nýju aðferðafræði ykkar varðandi það að miða gjaldskrárhækkanir við launavísitöluna enda tel ég þetta brot á samkomulagi sem við gerðum í kjarasamningsgerðinni og nægir að vitna í yfirlýsingu stjórnvalda og sveitarfélaga því til stuðnings.“

Vilhjálmur hnykkir út með:

Guð forði okkur frá því ef önnur sveitarfélög sem og aðrir þjónustuaðilar elti þessa vitleysu frá ykkur og ekki reyna að réttlæta þessa skattahækkun við mig enda veit ég alveg hvað þetta mun þýða fyrir barnafólk í Kópavogi og vil minna enn og aftur á að neysluvísitalan hefur á síðustu 10 árum hækkað um rétt rúm 49% en launavísitalan um rúm 107%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“