fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Vinstri græn mælast utan þings en ætla samt að mynda nýja vinstri stjórn!

Eyjan
Laugardaginn 5. október 2024 17:30

Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson flutti lokaræðu sína sem formaður Vinstri grænna á flokksþingi um helgina lagði hann áherslu á að flokkurinn ætti að beita sér fyrir því að mynda nýja vinstri stjórn frá miðju og til vinstri. Hann fór ekki dult með þessa skoðun og notaði tækifærið til að skjóta mörgum föstum skotum á samstarfsflokkana í ríkisstjórn síðustu sjö árin. Einkum voru Sjálfstæðisflokknum ekki vandaðar kveðjur.

Orðið á götunni er að það fái ekki staðist að flokkur sem virðist ekki ætla að fá neina fulltrúa kjörna á þing, samkvæmt öllum skoðanakönnunum, muni eitthvað koma að stjórnarmyndun eftir næstu kosningar. Hingað til hefur það verkefni verið í höndum þeirra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi.

Verði Vinstri græn utan þings eftir næstu kosningar munu þeir ekki hafa meira að segja um stjórnarmyndun en Hestamannafélagið Fákur, Rauði krossinn eða Kvenfélagið Hringurinn. Í ljósi þessa var það heldur vel í lagt hjá fráfarandi formanni Vinstri grænna að leggja drög að nýrri vinstri stjórn þegar allt bendir til þess að flokkur hans muni ekkert hafa um næstu stjórnarmyndun að segja.

Skömmu eftir að hann varpaði þessi fram birtist enn ein skoðanakönnunin sem mælir fylgi Vinstri grænna þannig að flokkurinn fengi engan kjörinn á þing. Hér er um að ræða skoðanakönnun Prósents sem er alveg ný af nálinni, tekin dagana 18. september til 3. október. Í könnun Prósents mælist fylgi Vinstri grænna 3 prósent en 5 prósent þarf til að fá þingmann kjörinn. Sósíalistaflokkurinn mælist með 4 prósent og væri einnig utan þings.

Samfylkingin er með mesta fylgið í þessari könnun, 26 prósent sem gæfi flokknum 18 þingsæti. Næstur kemur Miðflokkurinn með 18 prósent og 12 þingmenn. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn, Flokkur fólksins og Píratar eru svipaðir að stærð, ekki marktækur munur. Þessir fjórir flokkar eru með fylgi á bilinu 9 til 12 prósent og fengju 6 til 8 þingmenn kjörna hver flokkur. Framsókn rekur svo lestina af þeim flokkum sem næðu inn á Alþingi. Framsókn er með 5 prósent sem gæfi flokknum þrjú þingsæti, væntanlega eitt sæti í hverju landsbyggðarkjördæmanna.

Orðið á götunni er að þegar fylgi ríkisstjórnarflokkanna er komið niður í 20 prósent þá sé ekki eftir neinu að bíða að boða til kosninga og hleypa stjórnmálamönnum sem njóta trausts að landsstjórninni til að takast á við margháttuð viðfangsefni sem bíða úrlausnar. Máttlaus ríkisstjórn sem rúin er fylgi og trausti þvælist bara fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ten Hag fær einn leik
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hann býr á leynilegum stað og hefur ekki verið ljósmyndaður síðan 1981 – Dælir peningum í Donald Trump

Hann býr á leynilegum stað og hefur ekki verið ljósmyndaður síðan 1981 – Dælir peningum í Donald Trump
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúar takast á – „Ósanngjarnt og rangt að saka mig um einhvern tvískinnung“

Borgarfulltrúar takast á – „Ósanngjarnt og rangt að saka mig um einhvern tvískinnung“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Deilurnar í Pírötum – Halldór Auðar hættur aðeins þremur vikum eftir að hann var kjörinn

Deilurnar í Pírötum – Halldór Auðar hættur aðeins þremur vikum eftir að hann var kjörinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bergþór Ólason: Ekki hægt að tala um kyrrstöðu því allt hefur færst til verri vegar og ríkisútgjöld sprungið út

Bergþór Ólason: Ekki hægt að tala um kyrrstöðu því allt hefur færst til verri vegar og ríkisútgjöld sprungið út
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór Ólason: Covid bjargaði ríkisstjórninni – drap næstum Miðflokkinn því stjórnmálaumræða hætti í tvö ár

Bergþór Ólason: Covid bjargaði ríkisstjórninni – drap næstum Miðflokkinn því stjórnmálaumræða hætti í tvö ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Viðreisnar segir flokkinn með rödd sem er ólík öðrum – „Erum dálítið sér á báti á hinum pólitíska ás“

Formaður Viðreisnar segir flokkinn með rödd sem er ólík öðrum – „Erum dálítið sér á báti á hinum pólitíska ás“