Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrverandi þingmaður VG, er gengin í Flokk fólksins og situr í öðru sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Oddviti listans er Eyjólfur Ármanasson alþingismaður.
Mannlíf greinir frá þessu.
Lilja er þekkt fyrir baráttu sína í þágu þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu. Hún er jafnframt eindreginn stuðningsmaður standveiðimanna. Hún lenti upp á kant við forystu VG og sagði sig úr flokknum. Nú snýr hún til baka í pólitíkina.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir reynslu Lilju Rafneyjar af verkalýðsmálum, sveitarstjórnarmálum og þingmennsku, ásamt þekkingu Braga Þórs á sveitarstjórnarstiginu og velferðarmálum, styrkja baráttuna fyrir réttlátara samfélagi.