fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“

Eyjan
Miðvikudaginn 30. október 2024 10:30

Jón vísar ásökunum Sveins Andra um að hann sé rasisti alfarið á bug

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi alþingismaður, þvertekur fyrir það að hann sé rasisti. Kollegi hans, Sveinn Andri Sveinsson, fór mikinn á dögunum þegar tilkynnt var um að Jón yrði á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar.

„Í 6. sæti er frambjóðandi sem er stútfullur af rasisma og óvildar í garð transfólks. Þannig hefur hann tekið undir hugmyndir þess efnis að hælisleitendur yrðu geymdir í Grænlandi, auk þess sem hann hefur gagnrýnt þjóðkirkjuna fyrir að taka upp hanskann fyrir transfólk.Vel gert Valhöll,“ skrifaði Sveinn Andri.

Mátt þola rasistastimpilinn lengi

Í færslu á bloggsíðu sinni Jón gefur lítið fyrir upphróp Sveins Andra

„Margir hafa reynt það að þegar á það skortir að fólk geti fært rök fyrir máli sínu, þá grípur það til þeirra varna að hengja merkimiða á andmælendur sína. Fáir kunna þá list betur en stjörnulögmaðurinn Sveinn Andri Sveinson, sem hefur tapað fleiri málum fyrir rétti en flestir aðrir núlifandi lögmenn. Í pistli sem hann skrifar, þá vandræðast hann með að mér skuli hafa verið boðið sæti á lista Sjálfsæðisflokksins í Reykjavík norður og hengir á mig miða rasisma,Íslamsandúðar og transfóbíu. Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða enda mátt þola þá á annan áratug,“ skrifar Jón.

Deilir skoðunum JK Rowling

Fullyrðir hann að ef að tekið hefði verið á hælisleitendamálum eins og hann hafi meðal annars lagt til á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015 þá væri engin vandamál varðandi málaflokkinn og útgjöld ríkisins 50 milljörðum lægri á ári.

„Varðandi meinta transfóbíu þá er sú nafngift röng. Ég hef hinsvegar sömu skoðun í þeim málum og höfundur Harry Potter bókanna J.K. Rawlings Svo því sé síðan bætt við sömu skoðun á lögunum um kynrænt sjálfræði og breska ríkisstjórnin, sem hafnaði að staðfesta slíka bullöggjöf frá skoska þinginu. Þannig fellur allt um sjálft sig í málflutningi Sveins Andra og það ekki í fyrsta skipti,“ segir Jón að lokum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt