Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fagnar því að verðbólga lækkar aftur milli mánaða og mælist hún nú 5,1 %. Hún hefur því lækkað um 2,8% á einu ári. Án húsnæðisliðar sé verðbólga eiginlega komin niður í verðbólgumarkmið Seðlabankans. Telur Bjarni ljóst að aðhald í ríkisfjármálum, mikilvægir kjarasamningar og aðhald Seðlabanka hafi skilaði þessum árangri og ef rétt er farið með muni þessi árangur halda áfram að birtast næstu mánuði með frekari hjöðnun verðbólgu.
Bjarni deilir fagnaðarerindinu á Facebook:
„Enn og aftur fáum við þau gleðitíðindi að verðbólgan minnkar milli mánaða og mælist hún nú 5,1%. Það er ekki lengra síðan en í júlí að hún mældist 6,3% og fyrir ári var hún 7,9%. Án húsnæðisliðarins er óhætt að segja að verðbólgan sé við markmið, eða 2,8%. Hægt hefur á fólksfjölgun og söluframboð íbúða eykst svo horfur á húsnæðismarkaði næstu mánuði fara batnandi. Lækkunin er í takt við spár og spárnar gera ráð fyrir að verðbólgan hjaðni áfram, einkum í byrjun næsta árs.
Aðhald í ríkisfjármálum, mikilvægir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði og aðhald Seðlabankans er farið að skila sífellt meiri árangri. Ef rétt er haldið á spilunum munum við áfram sjá þann árangur á næstu misserum í frekari hjöðnun verðbólgunnar. Forsendur fyrir frekari vaxtalækkunum eru að skýrast og við blasir að vextir geta lækkað hratt og mikið á næstunni og jafnvel strax í næsta mánuði. Planið okkar hefur gengið upp og ég er sannfærður um að við getum lokið verkefninu ef við höldum áfram á sömu braut og gerum enn betur. Fyrst ríður á að Alþingi klári fjárlög sem styðja við að ljúka verkefninu og ná verðbólgumarkmiði.“