fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Eyjan

Leiðin að stjórnarstólnum: Þekking á óskrifuðum leikreglum skiptir máli

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. október 2024 17:09

Kolbrún Hrafnkelsdóttir hjá Ölfus Cluster og Margrét Sveinsdóttir framkvæmdastjóri og stjórnarkona fremst á mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fór fram fyrsti viðburður starfsársins hjá LeiðtogaAuðum, þar sem þátttaka kvenna var framar vonum og markaði hann upphaf afmælisárs LeiðtogaAuða, sem fagnar nú 25 ára starfsafmæli. LeiðtogaAuður varð til í tengslum við verkefnið Auður í krafti kvenna sem stóð yfir á árunum 2000 til 2003 en er nú deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA. Markmiðið er sem fyrr að efla stöðu kvenna í forystuhlutverkum og verkefni ársins snýr að óformlegum reglum sem hafa áhrif á það hverjir komast inn í stjórnir fyrirtækja.

Styrkur FKA eru fjölbreyttar deildir og nefndir þar sem allar konur geta fundið sinn stað en á saman tíma fundið magnaðan samtakamátt og vigt í samfélaginu. LeiðtogaAuður er sérstaklega ætluð konum með yfirgripsmikla stjórnunarreynslu í bæði einkageiranum og opinbera geiranum. Félagskonur í LeiðtogaAuði tilheyra forystusveit íslensks atvinnulífs, þar sem þær gegna eða hafa gegnt ábyrgðarstöðum og vilja vera öðrum konum hvatning, fyrirmynd og stuðningur í eflingu íslensks atvinnulífs. Deildin veitir þessum konum vettvang til að þróa leiðtogahæfni sína enn frekar, styrkja tengslanet sitt og auka áhrif sín í atvinnulífinu.

Stjórnarkonur LeiðtogaAuðar 2024-2025 frá vinstri: Svanhildur Jónsdóttir deildarstjóri fjárfestinga rafveitu hjá Veitum sem er formaður deildarinnar, Elfa Björg Aradóttir framkvæmdastjóri fjármála Borealis Data Center og Erla Ósk Ásgeirsdóttir stjórnarkona.

 Rætur LeiðtogaAuða liggja 25 ár aftur í tímann

Rætur LeiðtogaAuða liggja 25 ár aftur í tímann, þegar hópur kvenna fór í stjórnendaþjálfun á Mývatni í tengslum við verkefnið „AUÐUR í krafti kvenna” sem stóð yfir á árunum 2000-2003 . Þær konur tóku með sér þaðan dýrmætan lærdóm sem þær nýttu til að hreyfa við hlutunum í atvinnulífinu. Frá þeim tíma hefur hópurinn stækkað og nýjar konur bæst við, með það að markmiði að efla stöðu kvenna í forystuhlutverkum.

Margrét Sveinsdóttir, Auður Daníelsdóttir forstjóri Orkunnar og Ruth Elfarsdóttir framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni.
Rannveig Gunnarsdóttir lyfjafræðingur og fyrrverandi forstjóri.

Leiðin að stjórnarstólnum: Þekking á óskrifuðum leikreglum skiptir máli

Á þessum fyrsta viðburði var kynnt yfirskrift starfsársins: „Leiðin að stjórnarstólnum: Þekking á óskrifuðum leikreglum skiptir máli.“ Verkefni ársins snýr að því að varpa ljósi á þær óformlegu reglur sem hafa áhrif á það hverjir komast inn í stjórnir fyrirtækja, þar á meðal tengslanet, orðspor og stuðningur lykilaðila. Þetta eru reglur sem oft eru ósýnilegar, en skipta sköpum þegar kemur að því að fá sæti við borðið þar sem stefnumótandi ákvarðanir eru teknar.

„Við vitum allar að stjórnir fyrirtækja eru vettvangur þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Hins vegar getur leiðin að stjórnarstólnum verið óskýr, ekki vegna skorts á hæfni, heldur vegna þess að leikreglurnar sem stýra því hverjir komast að borðinu eru oft óskrifaðar. Markmið okkar á þessu starfsári er að skilja þessar reglur betur og nýta þá þekkingu til að opna dyr fyrir fleiri konur,“ sagði Svanhildur Jónsdóttir, formaður LeiðtogaAuða á fundinum.

Sunna Einarsdóttir fjármálastjóri Deloitte, Hildur Árnadóttir stjórnarkona og fyrrverandi formaður LeiðtogaAuða og Erla Ósk Ásgeirsdóttir stjórnarkona Bláa Lónsins.
Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Set og Áslaug Dagbjört Benónýsdóttir eigandi RENY.

Óskrifaðar reglur og tengslanet lykilþættir

Þessar óskrifuðu reglur snúast ekki aðeins um hæfni heldur einnig um að hafa rétta tengslanetið, vera sýnilegur á réttum vettvangi og að hafa þann trúverðugleika sem krafist er í stjórnunarstöðum. Stjórnarseta er sjaldan auglýst formlega – hún byggist á tengslum, stuðningi lykilaðila og orðspori.

Á starfsárinu munu LeiðtogaAuðir fá reynslumiklar konur úr sínum hópi, auk utanaðkomandi sérfræðinga, til að fjalla um þessar reglur og hvernig best sé að nýta þær til að styrkja stöðu kvenna í stjórnum. „Við ætlum að skoða þessar óskrifuðu leikreglur nánar, læra af reynslu annarra og deila okkar eigin,“ sagði Svanhildur. Markmiðið er að styrkja konur til að komast í stjórnarstóla og taka virkari þátt í stefnumótandi ákvörðunum innan atvinnulífsins og samfélagsins í heild.

Hildur Árnadóttir og Þórunn Inga Ingjaldsdóttir framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði eru í Vorferðanefnd sem skipuleggur drauma ferðina.
Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsneti og Anna B. Sigurðardóttir stjórnarkona.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jakob Frímann fylgir á eftir Sigríði á lista Miðflokksins og Þorsteinn snýr aftur

Jakob Frímann fylgir á eftir Sigríði á lista Miðflokksins og Þorsteinn snýr aftur
Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Takk fyrir peninginn, Inga Sæland

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Takk fyrir peninginn, Inga Sæland
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagur tjáir sig um umdeilt bréf Kristrúnar – „Ég skal viðurkenna að mér brá svolítið þegar ég sá þetta”

Dagur tjáir sig um umdeilt bréf Kristrúnar – „Ég skal viðurkenna að mér brá svolítið þegar ég sá þetta”
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Karl Gauti leiðir hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi

Karl Gauti leiðir hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bandarísku forsetakosningarnar eru ekki fyrr en í næstu viku en orðrómarnir eru nú þegar komnir á kreik

Bandarísku forsetakosningarnar eru ekki fyrr en í næstu viku en orðrómarnir eru nú þegar komnir á kreik
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vance segir Pútín ekki vera óvin Bandaríkjanna

Vance segir Pútín ekki vera óvin Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Könnun – Hvaða flokk ætlar þú að kjósa?

Könnun – Hvaða flokk ætlar þú að kjósa?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 1 um ESB: Fyrir hvað stendur ríkjasambandið?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 1 um ESB: Fyrir hvað stendur ríkjasambandið?