fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Ívar Orri vill að konur geti tekið frí vegna tíðahringsins – „Þetta snýst ekkert um hver er betri og hver er verri“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. október 2024 17:30

Ívar Orri Ómarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stefna Miðflokksins er svona miðstefna. Þetta er að mínu mati hálfgert hálfkák sem þeir eru að fara að gera. Það er ekki rétt að segja að við séum með sömu stefnu. Við viljum fara alla leið með þetta. Þeir vilja fara svona hálfa leið. Til dæmis vilja þeir ekki afnema hæiiskerfið, við viljum afnema hæliskerfið. Hæliskerfið er semsagt þetta kerfi sem er ofan á kvótaflóttamannakerfinu. Við erum búin að skrifa undir samning að taka við ákveðnum kvóta af flóttamönnum. Vegabréfsáritun í fyrsta lagi. Kvótaflóttamannakerfið er bara þannig að við eigum að taka við eins mikið af flóttamönnum og við getum – það er ekki bara opið fyrir alla,“ 

segir Ívar Orri Ómarsson í Spjallinu með Frosta Logasyni.

Vill að þjóðin ákveði meira

Ívar Orri er í framboði fyrir Lýðræðisflokkinn sem hann lýsir sem flokki hægra megin við Miðflokkinn. Ívar Orri segir Lýðræðisflokkinn vilja sjá meira aðhald í ríkisrekstri og mikinn niðurskurð í stofnunum ríkisins. Hann segir flokkinn standa fyrir aukið beint lýðræði og vill að þjóðin fái að ákveða meira í þjóðaratkvæðagreiðslum. 

„Við getum bara spurt þjóðina, viljum við hafa ríkisrekinn miðill, ef fólk segir já er það já, ef það segir nei er það nei. Við þurfum ekki ríkið til að segja okkur allt, hvað við þurfum og hvað við eigum að gera, þessi sérfræðingur segir þetta og þessi segir hitt. Við erum fullfær um að taka ákvarðanir sjálf og taka ábyrgð á eigin lífi. Mér finnst sú stefna höfða mest til mín í Lýðræðis Flokknum er þetta, að við fáum að ráða, að við getum tekið ákvörðum um þetta sjálf,“ segir Ívar Orri.

Vill gefa konum frí vegna tíðahringsins

„Við erum með semsagt mjög stuttan tíðarhring ef við getum sagt það, hormónahring, 24 klukkustundir. Við fáum bara testósterón-skammtinn okkar frekar stöðugan, erum í miklu meira andlegra jafnvægi. Konur eru með tíðahring sem er mánuður eða eitthvað svoleiðis og þær fá mismunandi hormón á mismunandi tímum tíðarhringsins þannig að það fer eftir hvar þær eru staddar í tíðarhringnum hvernig þær eru stemmdar andlega. Eins og til dæmis á Spáni þá fá konur frí eða geta valið sér frídaga út frá tíðahringnum vegna þess að það er búið að viðurkenna það að það er álag á þeim á ákveðnum stundum,“ segir Ívar Orri.

„Pældu í því Ívar að fyrir mörgum árum síðan á Íslandi þá var þetta alveg viðurkennt. Að það væri einhver tími sem konan væri ekki alveg upp á sitt besta í mánuðinum en núna má ekki segja þetta,“ segir Frosti en Ívar Orri bætir við:

„Mér finnst að við eigum að passa upp á stelpurnar okkar og gefa þeim þá bara frí og svigrúm til að vera konur. Þetta snýst ekkert um hver er betri og hver er verri eða neitt svoleiðis. Við erum öll frábær á okkar eigin hátt en við þurfum að einbeita okkur að styrkleikum okkar og gera það sem  við erum best í.“

Talið berst því næst að þingsetu þingmanna. „Þeir mæta ekki einu sinni í vinnuna, ég held að Sigmundur Davíð sé með hvað 15% mætingu. Ég veit ekki töluna en ég er búinn a heyra það að hann mæti ekki vel og ekki bara hann heldur fleiri. Þetta er bara óboðlegt og ef ég kemst þarna inn þá er ég að fara að setja í story: „Þessi er ekki búinn að mæta í þrjá daga krakkar. Þessi er ekki að gera það sem hann á að gera.“ Það er það sem ég vil gera, upplýsa fólkið um hvaða rugl er í gangi hérna, þetta er alver þvæla. Ég er með fólk í vinnu og ef það mætir ekki í vinnu þá er það rekið, það fær ekki launahækkanir, það er rekið á staðnum punktur.“

Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”