fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Eyjan

Sveinn Andri segir Sjálfstæðisflokkinn stilla upp stækum rasista á framboðslista

Eyjan
Mánudaginn 28. október 2024 13:45

Sveinn Andri Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson er ósáttur við að kollegi hans Jón Magnússon hafi hreppt sjötta sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Sveinn Andri segir Jón vera uppfullan af andúð gegn útlendingum og trans fólki.

Ljóst er að Jóni var boðið sæti á listanum því hann greinir frá því á bloggsíðu sinni að hann hafi ákveðið að „verða við því boði að taka sæti á lista Flokksins í Reykjavík norður.“ Hann segist ekki hafa þegið boðið til að sækjast eftir þingsæti „heldur til að berjast fyrir þeim málum sem mér finnast mestu skipta fyrir hamingju og heill íslenskrar þjóðar, tungu hennar og sjálfstæðrar þjóðmenningar.“

Jón hefur á ritvellinum beitt sér mjög gegn þeirri stefnu í málefnum útlendinga og hælisleitenda sem rekin hefur verið hér á landi undanfarin ár. Hann hefur talað fyrir þjóðlegum gildum og varað margsinnis gegn öfgafullum íslamisma. En að mati Sveins Andra hefur hann gengið allt of langt í þessum skrifum því Sveinn Andri segir í Facebook-færslu í dag:

„Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík norður hefur greinilega ákveðið að höfða til lægsta samnefnarans meðal kjósenda.

Í 6. sæti er frambjóðandi sem er stútfullur af rasisma og óvildar í garð transfólks.

Þannig hefur hann tekið undir hugmyndir þess efnis að hælisleitendur yrðu geymdir í Grænlandi, auk þess sem hann hefur gagnrýnt þjóðkirkjuna fyrir að taka upp hanskann fyrir transfólk.

Vel gert Valhöll!“

Almannatengillinn og stjórnmálaskýrandinn, Karen Kjartansdóttir, skrifar við færslu Sveins Andra:

„Mér er verulega brugðið við að sjá þetta.“

Jón Magnússon skrifar mikið um útlendingamál á bloggsíðu sína og Facebook-síðu sína. Sem dæmi má nefna þennan Facebook-pistil hans frá 3. október, sem er dæmigerður fyrir þau viðhorf sem hann tjáir reglulega:

„Stofnun ríkisvaldsins hefur ákveðið að í JL húsinu vestast í Vesturbæ Reykjavíkur, hvar vorsólin fegurst skín skuli vera fjölmennar flóttamannabúðir fyrir ólöglega innflytjendur.

Þetta ráðslag var ekki kynnt íbúum hverfisins eða þeir spurðir álits. Samt er þetta grundvallarbreyting, sem mun hafa víðtæk áhrif á mannlíf og verð fasteigna m.v. reynslu erlendis frá.

Svo sérkennilegt sem það nú er í lýðfrjálsu landi, þá eru íbúarnir, fólkið aldrei spurt að því hvað það vilji í sambandi við ólöglega innflytjendur. Stjórnleysi stjórnvalda í innflytjendamálum bitnar á venjulegu fólki, sem aldrei er spurt og hefur aldrei fengið neitt til málanna að leggja.

Búast má við að álíka flóttamannabúðir rísi í fleiri hverfum í Reykjavík á næstunni ef ekki verður komið böndum á þetta rugl, með sömu afleiðingum og verður nú vestast í Vesturbænum, þar sem nágrannar flóttamannabúðanna mega búast við ónæði, breytingu á hverfinu til hins verra og verðrýrnun eigna sinna.

Hverjum datt eiginlega í hug það ráðslag að koma flóttamannabúðum fyrir í fjölmennu friðsælu íbúðahverfi án þess að fá samþykki íbúanna fyrir þessari grundvallarbreytingu?

Og þetta gerist í vesturbænum,á þeim stað sem skáldið meitlaði í eitt fegursta ljóð sitt: „veit auga þitt nokkuð fegurra en vorkvöld í Vesturbænum“.

Er ekki tími til kominn að gæta hagsmuna íbúanna í landinu, þjóðarinnar?“

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun