fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Eyjan

Vance segir Pútín ekki vera óvin Bandaríkjanna

Eyjan
Sunnudaginn 27. október 2024 19:30

J.D. Vance varaforsetaefni Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í viðtali fyrr í dag í þættinum Meet the Press á NBC sjónvarpsstöðinni neitaði J.D. Vance varaforsetaefni Donald Trump að nota orðið óvinur yfir Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Vance var hins vegar tilbúinn til að lýsa Pútín sem fjandmanni (e. adversary) og keppinauti Bandaríkjanna.

Vance, sem er öldungardeildarþingmaður fyrir Ohio ríki, segir að Bandaríkjamenn verði að sýna kænsku í diplómatískum samskiptum sínum við Rússa. Hann sagði að það sé vel hægt að eiga samskipti við aðila sem manni líkar ekki við.

Vance segir að samningaviðræður séu nauðsynlegar til að binda endi á stríð Rússa í Úkraínu.

Pólitískir andstæðingar Trump hafa löngum sakað hann um linkind í garð Rússa og rætt hefur verið mjög um hvort Bandaríkjamenn dragi alli hernaðaraðstoð við Úkraínu til baka sigri Trump í kosningunum 5. nóvember.

Vance var einnig spurður hvort hann myndi sýna Trump meiri tryggð en stjórnarskrá Bandaríkjanna en varaforseti Trump frá 2017-2021, Mike Pence, hefur sakað forsetann fyrrverandi og núverandi forsetaframbjóðandann um að hafa við valdaskiptin eftir kosningarnar 2020 farið fram á að Pence myndi velja hann fram yfir stjórnarskránna.

Vance sagðist vera tryggur stjórnarskránni og þjóðinni og slíkt geti farið vel saman við stuðning við Donald Trump.

Er hann fasisti?

Vance vísaði á bug ganrýni Mark Kelly sem var skrifstofustjóri Hvíta hússina um tíma í forsetatíð Trump og Mark Miley sem var formaður bandaríska herráðsins um svipað leyti. Þeir hafa báðir sagt að það sé varla annað hægt en að skilgreina Trump sem fasista.

Hann sakaði Joe Biden forseta og Kamala Harris varaforseta og mótframbjóðanda Trump um að misnota dómsmálaráðuneytið til að klekkja á pólitsíkum andstæðingum sínum en engar sannanir hafa verið lagðar fram fyrir þessum fullyrðingum.

Rafmögnuð spenna

Ljóst er að spennan er mikil í Bandaríkjunum fyrir forsetaskosningarnar. Miðað við nýjustu stöðuna í skoðanakönnunum virðist Trump vera að sigla eilítið fram úr en kannanirnar sýna að hann hafi forskot í nægilega mörgum ríkjum til að fá fleiri kjörmenn. Kamala Harris hefur enn naumt forskot á landsvísu en dregið hefur í sundur með þeim en það er eftir sem áður fjöldi kjörmanna sem skiptir máli en ekki heildarfjöldi atkvæða á landsvísu.

Úrslitin eru hins vegar ekki enn fyrirsjáanleg. Munurinn í hinum svokölluðu sveifluríkjum, þar sem hvorugur frambjóðendanna hefur öruggt forskot, er naumur og úrslit kosninganna velta á þeim. Sá frambjóðandi sem sigrar í nægilega mörgum þessara ríkja mun verða kjörinn forseti.

Ljóst er að spennan er mikil í Bandaríkjunum og orðræðan og skautunin er með þeim hætti  að borið hefur á umræðum um að þá sé vel mögulegt að upp úr sjóði þegar úrslitin verða ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Willum Þór leiðir Framsókn í Suðvesturkjördæmi

Willum Þór leiðir Framsókn í Suðvesturkjördæmi
Eyjan
Í gær

Kristrún leiðir Samfylkinguna í Reykjavík norður – „Við ætlum að hrista upp í kerfinu“

Kristrún leiðir Samfylkinguna í Reykjavík norður – „Við ætlum að hrista upp í kerfinu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný könnun: Viðreisn stærri en Sjálfstæðisflokkurinn – VG í kjallaranum

Ný könnun: Viðreisn stærri en Sjálfstæðisflokkurinn – VG í kjallaranum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári segir atkvæðaþröskuldinn í alþingiskosningum of háan

Gunnar Smári segir atkvæðaþröskuldinn í alþingiskosningum of háan