fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Klúður byrjað hjá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki – verður Miðflokkurinn stærstur?

Eyjan
Sunnudaginn 27. október 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafi nú þegar gert þrenn alvarleg mistök við upphaf kosningabaráttunnar. Flokkurinn gæti misst það forskot sem hann hefur haft í skoðanakönnunum í meira en heilt ár vegna klúðurs formannsins. Margt bendir til þess að reynsluleysi Kristrúnar í stjórnmálum sé þegar farið að segja til sín og svo virðist vera að hún sé að fara á taugum þegar styttist í kosningar sem verða haldnar eftir tæpar fimm vikur.

Framkoma Kristrúnar gagnvart Degi B. Eggertssyni, fyrrverandi borgarstjóra, sem situr í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavík norður, er fáheyrð og fyrir neðan allar hellur. Hún leyfði sér að svara flokksmanni sem gagnrýndi að Dagur væri kominn í framboð fyrir flokkinn með því að hvetja til að hann yrði strikaður út við kosninguna og þá fullyrti hún að hann yrði ekki valinn til að gegna ráðherraembætti, sagði að hann væri ekki í aðalhlutverki heldur aukahlutverki. Kristrún ætti að einbeita sér að því að komast í gegnum kosningarnar sjálfar og finna síðan út hvort Samfylkingin verði í næstu ríkisstjórn. Komi til þess getur formaður Samfylkingarinnar fyrst farið að tilnefna ráðherra – en ekki fyrr.

Orðið á götunni er að það að formaður flokks leggi til við flokksmenn að strika út frambjóðanda á lista sínum sé mesti dónaskapur sem um getur í íslenskum stjórnmálum og sýni fyrst og fremst reynsluleysi Kristrúnar og einnig hroka. Vert sé að hafa í huga að Dagur Eggertsson er reyndasti núverandi stjórnmálamaður Samfylkingarinnar og mikill fengur fyrir framboð flokksins þó svo að hann hafi verið lagður í einelti af Morgunblaðinu og brotnum minnihluta Sjálfstæðisflokksins í borginni í meira en heilan áratug. Formaður Samfylkingarinnar ætti að vera nógu stór til að láta það ekki hafa áhrif á sig. Orðið á götunni er að líklegasta skýringin á óviðunandi framkomu Kristrúnar sé sú að hún óttast að Dagur skyggi á hana sjálfa. Það er ekki gott vegarnesti inn í kosningabaráttuna.

Orðið á götunni er að Kristrúnu væri hollt að hafa hugfast að Samfylkingin undir forystu Dags hefur í þrennum síðustu borgarstjórnarkosningum fengið mun meira fylgi en flokkurinn hefur fengið í þingkosningum í Reykjavík. Dagur hefur verið að fá á bilinu 20-30 prósent í borginni en í þingkosningum hefur flokkurinn fengið á bilinu 13-14 prósent.

Þá er orðið á götunni að Samfylkingin hafi gert alvarleg mistök við val á lista flokksins með því að tefla fram í Reykjavík sósíalistanum Þórði Snæ Júlíussyni, sem nýlega var rekinn frá Heimildinni, og Víði Reynissyni í efsta sæti flokksins í Suðurkjördæmi. Kjósendur eru trúlega búnir að fá nóg af honum.

Orðið á götunni er að Forysta Sjálfstæðisflokksins hafi einnig gert slæm mistök með því að tefla Jóni Gunnarssyni fram til „starfa“ í matvælaráðuneytinu fram að kosningum. Strax kom skýrt fram hjá honum og Bjarna Benediktssyni að hvalveiðar væru þeim ofarlega í huga og ekki stóð á umsókn frá Hval hf. um að fá nú ótakmarkað leyfi til hvaladráps. Starfsstjórn á fyrst og fremst að sinna brýnustu málum eins og afgreiðslu fjárlaga en ekki öðru. Víst er að ný ríkisstjórn mun afturkalla vanhugsaðar ákvarðanir sem starfsstjórn kann að leyfa sér að gera. En slík upphlaup munu einungis skaða Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum.

Orðið á götunni er að Miðflokkurinn sigli nú lygnan sjó upp á við í fylgisöfluninni og gæti hæglega orðið stærstur allra flokka í komandi kosningum svo fremi að flokkurinn haldi sig frá því að gera mistök eins og Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú gert með áþreifanlegum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Það er engin rómantík í fæðingarsögu frelsarans

Sr. Davíð Þór Jónsson: Það er engin rómantík í fæðingarsögu frelsarans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur