fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Sanna Magdalena: Leggjum níu prósenta auðlegðarskatt á ríkasta fólkið

Ólafur Arnarson
Laugardaginn 26. október 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taka mætti upp auðlegðarskatt á þá sem eiga meira en eðlilegar eignir vel stæðs millistéttarfólks við starfslok. Sá skattur gæti numið níu prósentum á hjón sem eiga yfir 10 milljarða hreina eign. Mikilvægt er að vinda ofan af skattabreytingum nýfrjálshyggjuáratuganna og leggja þarf útsvar á fjármagnstekjur til að ríkasta og eignamesta fólkið greiði eðlilega hlut til nærsamfélagsins, t.d. í leikskóla, grunnskóla, sögn, sundlaugar og menningarstarfsemi. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík suður, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

„Við þurfum að taka nokkur skref til baka þannig að skattbyrðin sé ekki á lágtekju- og millitekjuhópum og eins og hefur verið sýnt fram á þá hefur skattbyrði verið færð af hátekjuhópum, stóreignafólki, yfir á lægri tekjuhópa. Þetta hefur verið tekið út af sérfróðum í skattamálum og sem dæmi þá má nefna að lægstu laun og lágmarkstekjur, fólk þurfti ekki að greiða skatta af þessu árin 1988-2002. Nú er staðan þannig að fólk sem er með mjög lágar tekjur, jafnvel að það sé á fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum sem dugir ekki til að greiða fyrir nauðsynjar út mánuðinn, það er greiddur skattur af því,“ segir Sanna Magdalena.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Hún segir það algerlega fráleitt að fólk sem ekki hefur tekjur sem duga fyrir framfærslu sé að greiða skatta. Á sama tíma séum við með það kerfi að þeir sem fái tekjur sínar af fjármagni, svokallaðar fjármagnstekjur, greiði ekki útsvar til sveitarfélaga, í nærsamfélag sitt, vegna þess að útsvar sé eingöngu lagt á launatekjur en ekki fjármagnstekjur.

Er ekki mikilvægt einmitt að sveitarfélögin fái hlutdeild í fjármagnstekjuskattinum?

„Eins og við sósíalistar höfum sagt þá er mikilvægt að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur þannig að það nái til hinna allra auðugustu sem fá tekjur sínar helst af fjármagninu þar sem það séu mjög ósanngjarnt að við séu flest að greiða í sameiginlega sjóð fyrir hluti eins og t.d. leikskólaþjónustu, grunnskólaþjónustu, söfn, sundlaugar, menningarstarfsemi á vegum sveitarfélaganna en síðan er ríkasta fólkið einhvern veginn ekki að leggja til inn í þann sameiginlega sjóð,“ segir Sanna Magdalena.

Hún segir marga hafa tekið undir þetta sjónarmið sósíalista, að þetta sé óréttlátt, og hún telji því að það sé eðlilegt skref að leggja útsvar á fjármagnstekjur, að teknu tilliti til þess að eitthvert frítekjumark eigi að vera, útfærslan þurfi að vera þannig að þetta nái til ríkra fjármagnseigenda.

Hvernig er best að gera þetta? Er hægt að gera þetta með pennastriki? Hefur þetta engin áhrif á afkomu ríkissjóðs? Nú er það líka þekkt að það er skatturinn á fjöldann sem telur inn í ríkissjóð og ef þú breytir miklu þar þá náttúrlega skerðir þú tekjur ríkissjóðs sem svo veldur annars konar vanda.

„Eitt sem væri hægt að gera, og markmiðið er auðvitað að vinda ofan af þeim breytingum sem hafa verið gerðar á síðustu áratugum, þessara nýfrjálshyggju ára, eins og það er kallað, á síðustu áratugum. Það væri t.d. hægt að leggja á svonefndan auðlegðarskatt sem myndi leggjast á eignir umfram það sem mætti telja eðlilegar eignir vel setts millistéttarfólks í lok starfsævinnar og að þetta væri þrepaskipt. Bara svona sem dæmi, þetta yrði tvö prósent á hreina eign umfram 200 milljónir króna hjá hjónum og upp í níu prósent hjá hjónum sem eiga meira en 10 milljarða.“ Sanna Magdalena segir markmiðið með auðlegðarskatti er að ná til þeirra sem hafa meira en nóg en ekki að hækka skatta á alla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”