Orðið á götunni er að það hafi verið mikil mistök hjá Samfylkingunni að stilla sósíalistanum Þórði Snæ Júlíussyni upp í þriðja sæti á lista í Reykjavík. Það gæti leitt til þess að flokkurinn næði einungis tveimur þingmönnum þar.
Samfylkingin hefur verið á flugi í skoðanakönnunum en mistök í uppstillingum lista gætu orðið dýrkeypt. Orðið á götunni er að forystu flokksins hafi einnig tekist illa upp er Víðir Reynisson til forystu í Suðurkjördæmi, en mörgum finnst nóg komið af honum í þjóðfélagsumræðunni. Víðir hefur ekki yfir sér yfirbragð stjórnmálamanns, heldur yfirvalds. Kjósendur kunna ekki að meta slíkt þegar kemur að stjórnmálamönnum.
Orðið á götunni er að mistök Samfylkingarinnar varðandi sósíalistann Þórð Snæ og og lögreglumanninn Víði gætu kostað flokkinn tvö þingsæti, hið minnsta.
Þeir sem hafa fylgst með skrifum Þórðar í gegnum tíðina vita að hann er harður sósíalisti og ætti fremur heima á lista hjá Vinstri grænum. En það er víst orðið um seinan.
Orðið á götunni er að einkennilegt væri ef kjósendur sjái ekki í gegnum þetta. Þórður var rekinn frá Heimildinni fyrir skömmu en hefur haldið því fram að hann hafi sjálfur valið að fara. Það er rangt. Þórður var einfaldlega rekinn.
Orðið á götunni er að kjósendur Samfylkingarinnar verði að vita hvort þeir eru að velja heiðarlega miðjumenn og hægri krata eða hreina sósíalista ef þeir setja atkvæði sitt á flokkinn.
Orðið á götunni er að Þórður Snær muni fæla marga miðjumenn frá því að kjósa Samfylkinguna í Reykjavík.