fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Birgir dregur sig úr stjórnmálum

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 26. október 2024 18:11

Birgir Ármannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, mun draga sig úr framlínu stjórnmála að loknu núverandi kjörtímabili og er því ekki í kjöri til komandi alþingiskosninga.

Greinir hann frá þessu í færslu á Facebook og hefur þegar tilkynnt kjörnefnd kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um ákvörðun sína.

Kæru vinir og félagar.

Ég vildi upplýsa ykkur um það að ég hef í dag tilkynnt kjörnefnd kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um þá ákvörðun mína að draga mig út úr framlínu stjórnmálanna við lok þessa kjörtímabils. Ég mun því ekki verða í kjöri til þings í kosningunum 30. nóvember næstkomandi. Hér er um að ræða persónulega ákvörðun, sem vissulega hefur verið að brjótast um í mér lengi, en ég hef fundið það sterklega að undanförnu að ég væri tilbúinn til að breyta um vettvang eftir að hafa setið á Alþingi í meira en 21 ár og gegnt embætti forseta Alþingis undanfarin þrjú ár. Að sama skapi hef ég fundið fyrir miklum velvilja í minn garð og fengið hvatningu til að halda áfram. Þannig hef ég fundið stuðning af hálfu bæði kjörnefndar og náinna samstarfsmanna við að ég sæti áfram í þriðja sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Mér þykir afar vænt um þennan stuðning en tel engu að síður rétt fyrir mig að taka þessa ákvörðun. Ég mun að sjálfsögðu berjast áfram með frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni og verð áfram tilbúinn að verða vinum mínum og samherjum innan handar í stjórnmálastarfinu eftir því sem þörf krefur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”